18.03.1940
Neðri deild: 20. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í B-deild Alþingistíðinda. (620)

25. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Ísleifur Högnason:

Þegar mál þetta var hér til umr. síðast, á þingi 1937, var nokkur andstaða gegn því, en því miður samþ. þó þingið heimildina. Ég þarf ekki að fjölyrða um það, sem ætti að vera öllum ljóst, að ekkert réttlæti er í því að leyfa einu bæjarfélagi sérstaklega að skattleggja neyzluvörur, sem fluttar eru þar um, því að útsvör í vestmannaeyjum eru ekki lægri en í samsvarandi kaupstöðum annarstaðar á landinu.

Ég sé, að í frv. frá hv. allshn. um eftirlit með bæjar- og sveitarfélögum er gert ráð fyrir slíkri heimild handa bæjarfélögum til að leggja á þennan óbeina skatt. Úr því að hv. allshn. hefir ekki séð sér fært að fella þetta niður, vona ég og mælist til þess, að hv. d. felli þetta frv.