29.03.1940
Neðri deild: 25. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í B-deild Alþingistíðinda. (623)

25. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Frsm. (Jón Pálmason):

Fjhn. hefir orðið sammála um að mæla með því, að þetta frv. nái fram að ganga með þeim breyt. á framlengingunni á þessum l., að hún gildi þó ekki nema til ársloka 1941, í stað þess að frv. fer fram á, að hún gildi til ársloka 1942. Þessa brtt. byggir n. á því, að það sé ekki ólíklegt, að fyrir þann tíma verði endurskoðuð útsvarsl. eða löggjöfin um skattgreiðslur til sveitar- og bæjarfélaga, og n, lítur svo á, að þess vegna sé ekki ástæða nú til að framlengja þessi l. nema til ársloka 1941.