29.03.1940
Neðri deild: 25. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í B-deild Alþingistíðinda. (624)

25. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Ísleifur Högnason:

Ég hefi mælt á móti þessu frv. við fyrri umr. þess, af því að ég álít, að það sé fjarstæða að leyfa einu bæjarfélagi að afla tekna með óbeinum skatti fremur en að leggja á meiri útsvör. Ég skora á hv. þm. að fella niður þetta óréttlæti og nema þessa heimild úr l., en láta þá, sem efnin hafa í vestmannaeyjum, greiða með útsvörum gjöld til bæjarins, eins og aðrir landsmenn verða að gera gagnvart sínum bæjar- eða sveitarfélögum, eftir efnum og ástæðum, en ekki taka þau sem sérstakan neyzluskatt á vörum.