04.04.1940
Sameinað þing: 13. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 113 í B-deild Alþingistíðinda. (70)

1. mál, fjárlög 1941

*Jóhann Jósefsson:

Herra forseti! Ég á ekki stórar brtt. við þetta fjárlfrv., og hefði þó verið full ástæða til. En það verður að líta á fleira en eigin óskir og haga sér nokkuð í samræmi við það.

Ég hafði skrifað hv. fjvn. viðvíkjandi hluta af benzínskatti. Þegar 8 aura viðbótargjaldið var lagt á, var til þess ætlazt, að honum yrði varið til vegaendurbóta, og var það gert og er gert að nokkru leyti enn, en mér hefir þótt mitt kjördæmi nokkuð afskipt í þeim efnum, því að þar fellur mikill benzínskattur til, en það hefir gengið skrykkjótt að fá þingið til að viðurkenna sjálfsagðan rétt vestmannaeyinga hvað not þessa fjár snertir. Ég ætla, að það muni ekki vera fjarri 6 þús. kr., sem þessi skattur nemur, og hefir þingið um eitt skeið fallizt á að borga 5 þús. til endurbóta á vegum þar, og það fór ég fram á, að nú yrði gert. Fjvn. hefir nú lagt til, að þessi upphæð yrði ákveðin 2 þús. kr., og er ég að vísu hvergi nærri ánægður með það, en hefi þó ekki ráðizt í að reyna að fá því breytt, þar sem n. er búin að taka þessa ákvörðun, en þá vona ég, að n. og Alþ. muni því frekar taka með sanngirni á öðrum þeim till., sem ég hefi borið fram og snerta þetta kjördæmi, sem hefir nú um langt skeið verið frekar afskipt um fjárveitingar.

Ég hefi flutt tvær brtt. við 22. gr. Önnur þeirra er ekki komin fram enn, en mun von á henni bráðlega. Er hún flutt fyrir eindregna áskorun frá hafnarnefnd og bæjarstjórn vestmannaeyja og er um það, að veittur verði í eitt skipti fyrir öll sérstakur styrkur til hinnar mest aðkallandi dýpkunar á innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn. Um nokkurt skeið hafa verið veittar 30 þús. kr. í þessu skyni, og hafa komið 60 þús. á móti frá vestmannaeyjahöfn í hvert sinn. Ég hefi líka skrifað fjvn. um þetta og farið fram á 20 þús. kr. í þessu skyni. N hefir ekki séð sér fært að sinna þessu máli. Þess vegna ber ég fram till. um þetta og ætla að leyfa mér að minna á hana nú, því að ekki er víst, að maður komist að að tala um hana síðar. Er í till. farið fram á að heimila stj. að greiða til vestmannaeyja í þessu sérstaka skyni, til dýpkunar, 20 þús. kr., gegn jafnmiklu framlagi frá vestmannaeyjum, og til vara 15 þús. kr. á sama hátt. Það er þeim bezt kunnugt, sem eiga við hafnarskilyrðin að búa austur þar, hversu ákaflega mikill bagi er að því fyrir kaupendur á kolum, salti og annari stórvöru, að ekki skuli komast skip nema af mjög takmarkaðri stærð inn á höfnina, sökum þess hvað innsiglingin er grunn ennþá. Á síðari árum hefir verið unnið að því að ráða bót á þessu, en hefir ekki gengið svo fljótt sem æskilegt væri, þar sem fjárveiting hefir verið af svo skornum skammti sem raun ber vitni. Þetta er aðallega unnið af köfurum, tekið grjót á botni og dregið upp á yfirborð sjávar. Er það seinlegt verk og ákaflega dýrt. Sökum þess hvað þetta verk gengur seint, en er á hinn bóginn aðkallandi, hefi ég farið fram á þessa heimild til handa stj. Það verður þá, þótt þingið samþ. till., á valdi stj. að ákveða, í samráði við vitamálastjóra, hvort þessi heimild yrði notuð, og mundi hún sannarlega vera bær að dæma um það eftir beztu manna yfirsýn, og að sjálfsögðu er ég sannfærður um, að verkfræðingar vitamálastjórnarinnar mundu verða á sama máli og þeir, um fyrir þessum framkvæmdum berjast austur þar, að dýpkunin, sem þarna er sérstaklega um að ræða, megi vart úr hömlu dragast.

Hin brtt., sem ég flyt við 22. gr., er á þskj. 327 XXXI, þess efnis, að ríkisstj. verði heimilað að láta halda áfram því verki, sem hafið er til varnar gegn landbroti á Vestmannaeyjajörðum. Mér þætti það mjög skipta máli, að hv-. fjvn. legðist ekki líka á móti Þessari heimild handa ríkisstjórninni. Ég hafði fyrir ca. 2 árum fengið samþ. hér á Alþingi till. um, að verja mætti nokkru af tekjum umboðsins í Vestmannaeyjum til þess að verja land ríkissjóðs fyrir landbroti og sjó. En eins og kunnugt er, þá á ríkissjóður allar jarðeignir í vestmannaeyjum, og þn í var þetta ekki nema eðlileg krafa. á verki þessu var byrjað, samkvæmt Þeirri heimild, sem ég nú hefi nefnt, en í fyrra fékkst ekki að halda verkinu áfram. En að stöðva slíkt verk sem þetta er verr farið en skyldi, það er alveg sama og t.d. að hætt væri í miðju kafi við fyrirhleðslu vatnasvæðisins í Rangárvallasýslu.

Þá vil ég minna á till. frá sjútvn. Ed., en hún leggur það til, að rekstrarábyrgð sú, sem veitt er á fjárlögum yfirstandandi árs fyrir Tunnuverksmiðju Siglufjarðar, verði hækkuð úr þeim 150 þús. kr., sem hún er nú, upp í 200 þús. kr. Þetta er sama upphæð og ábyrgzt er fyrir samskonar verksmiðju á Akureyri, og verður því að teljast fyllilega réttmætt. Í þessu sambandi má og geta þess, að tunnur þær, sem verksmiðjan á Siglufirði framleiðir, eru sérstaklega góðar. þegar slíkt ástand er sem nú, er full Þörf á, að slíkt fyrirtæki sem þetta sé stutt.

Þá á ég ásamt fleirum brtt. um að hækka, styrkinn til Fiskifélags Íslands. Hæstv. atvmrh. hefir mælt með brtt. þessari. Auk þess má benda á það, að fyrir liggja gögn frá forseta félagsins, þar sem hann sýnir fram á, að það sé ekki hægt að framkvæma störf félagsins fyrir þá upphæð, sem til þess er ætluð í fjárlfrv., vegna aukinnar dýrtíðar o.fl. Þetta vænti ég, að hv. þm. geti fallizt á, og greiði því atkv. með till.

Hér hefir mikið verið talað um styrkinn til skálda og listamanna, og mun ég ekki blanda mér inn í þær umræður nema hið allra minnsta. En ég hefi leyft mér að flytja hér eina brtt., en hún er um það, að Þórarni Jónssyni tónskáldi verði veittar 1800 kr. Hann hefir fengið styrk á undanförnum árum, en nú hefir hann verið strikaður út. Um þörf hans fyrir styrkinn áfram þarf ég ekki að fjölyrða, hún er engu minni en hún hefir verið. Maður þessi dvelur nú í Berlín og á erfitt fjárhagslega. Ég vænti nú að hv. þm. líti með velvild á brtt. Þessa og lofi þessum fátæka listamanni að njóta þessa litla styrks áfram.

Þá á ég og smábrtt. um styrk til Bjarna Björnssonar leikara. Ég tel hann engu síður vel að Því kominn að fá smá-listamannastyrk en aðra, sem hann fá og hafa fengið.

Annars skal ég taka það fram, að enda Þótt ég flytji Þessar brtt., þá finnst mér halarófan á fjárlögunum, með öll skáldin og listamennina, þegar orðin alllöng, og ég get Því vel fallizt á, að ekki sé úr vegi að taka upp aðra skipun á þessum málum en verið hefir. Það hefir verið deilt um réttlæti menntamálaráðs um úthlutun þessa fjár, — en hefir kannske ekki líka verið deilt um úthlutun Alþingis á því Að síðustu skal ég taka það fram, að enda þótt ég sé Vestmannaeyingur, þá styð ég till. um fjárveitinguna til vegar yfir Siglufjarðarskarð. Ég hefi oft fundið til þess, hversu mjög allar samgöngur á landi við Siglufjörð eru slæmar, þegar atvinnulífið þar er í sem mestum blóma.