02.04.1940
Efri deild: 27. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 305 í B-deild Alþingistíðinda. (706)

17. mál, vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Þetta er ekki stórt mái, en sjálfsagt réttlætismál. Nefndin hefir ekki orðið alls kostar sammála um frv. Einn nm., hv. 9. landsk., hefir óbundnar hendur um atkv. sitt við afgreiðslu þess. Frv. er um að breyta l. frá 1932 um samgöngubætur og fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts. Milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla er hugsað að setja 6 varnargarða, og eru sumir þeirra til þess eins gerðir að verjast landbroti, en aðrir jafnframt og að mestu leyti til að halda vötnunum í ákveðnum farvegum. Svo er það með þann garð, er hér ræðir um. Brýr hafa verið gerðar yfir öll þessi vatnsföll, Þverá, Affall, Ála og Markarfljót, en varnargarðarnir eru nauðsynlegir til að tryggja, að vatnið renni undir þær brýr og ekki annarstaðar. Kostnaður af fyrirhleðslum er að nokkru leyti lagður á þá landeigendur, sem njóta þeirra sem landvarna, þar sem ella mundi brotna upp nytjaland, en ríkið tekur hitt að sér. Efsti garðurinn liggur frá Eyvindarmúla niður að Þverá og er til landvarnar, svo að sjáifsagt er, að landeigendur beri af sinni hálfu kostnað af honum, og líkt má segja um varnargarð austan Markarfljóts, undir Eyjafjöllum, er varnar vatni að renna austur með öllum Fjöllum og eyða Eyjafjallahreppunum allt austur að Hofsósi. Þegar lögin voru samþ., þótti ekki þörf á fyrirhleðslum við Affall samgangna vegna. En nú hefir reynslan synt þörfina og oft orðið þar farartálmi á veturna; veturinn 1936 tókst vegurinn þar af í tvo ef ekki þrjá mánuði. Það er ekki hægt að ætlast til, að landeigendur standi straum af fyrirhleðslum þarna, því að Affallið brýtur ekki land að ráði, og hefir alderi gert það. því er gert ráð fyrir í frv., að fyrirhleðsla þar sé tekin upp í 4. lið 1. gr., þar sem taldar eru fyrirhleðslur, er ríkið eitt ber kostnað af, eins og garðanna beggja megin Dímonar og austanvert við Markarfljót. Þeir garðar allir eru fyrst og fremst samgönguvarnir. Það er hvergi talað um það, að þörf sé á að hlaða fyrir Affallið, en svo er sagt í 3. gr., að allar aðrar fyrirhleðslur eigi að teljast til landvarna, en það má deila um, til hvors þessi garður, sem hér ræðir um, heyrir frekar, landvarna eða samgöngubóta, eftir laganna hljóðan, en verði þetta frv. samþ., þá er honum skipað þar, sem hann heyrir að réttu lagi heima, til samgöngubótanna, sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja, að hægt sé að halda uppi nauðsynlegum samgöngum, þegar mikið vatn kemur í Affallið, því þessar ár liggja ekki — eða hafa ekki legið hingað til — í föstum farvegi, og þess vegna tel ég sjáifsagt að samþ. þetta frv. Það mun að vísu hafa það í för með sér, að ca. 25 þús. kr. af kostnaðinum við þennan garð koma á ríkissjóð, en annars myndi að öllum líkindum verða jafnað niður á mennina þarna í kring, þar sem verkið yrði þá talið tilheyra þeim framkvæmdum, sem unnar eru til þess að verjast landbroti, en það er ekki rétt. Þess vegna er alveg sjálfsagt að samþ. þetta frv.