16.03.1940
Neðri deild: 19. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 311 í B-deild Alþingistíðinda. (733)

39. mál, slysabætur á ellilaun og örorkubætur

Frsm. (Vilmundur Jónsson):

Eins og nál. á þskj. 143 ber með sér, hefir allshn. orðið ásátt um að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt, en það gerir ráð fyrir því, að dagpeningar, örorkubætur og dánarbætur til slysatryggðra manna eða skylduliðs þeirra skv. i. um alþýðutryggingar skuli hækka um sömu hundraðstölu og vísitala kauplagsnefndar hækkar um, og að þetta nái til ársins 1940. Í öðru lagi nær frv. til þess, að lífeyrissjóði Íslands heimilist að greiða sömu uppbót 1940 á ellilaun og örorkubætur samkv. 2. tölul. 80. gr. alþýðutryggingarlaganna, sem ákveðið var á síðastl. hausti samkv. úthlutun sveitar- og bæjarstjórna, en sú upphæð nemur um 314 þús. kr., svo sem sést í nál.

Þar sem samkomulag er um mál þetta í n. og sömuleiðis í ríkisstj., vænti ég, að það valdi ekki ágreiningi í hv. deild og nái samþykki hennar.