04.04.1940
Sameinað þing: 13. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í B-deild Alþingistíðinda. (76)

1. mál, fjárlög 1941

*Stefán Stefánason:

Herra forseti! Ég hefi leyft mér ásamt fjórum öðrum þm. að bera fram brtt. við fjárl. á þskj. 308, XL. tölulið, um að varið verði 5 þús. kr. úr ríkissjóði til að rannsaka riðuveiki í fé í Svarfaðardal, varna útbreiðslu hennar og til stuðnings bændum, sem beðið hafa tjón af völdum veikinnar. Ég geri ráð fyrir, að allmörgum þm. sé kunnugt um tilefnið til þess, að þessi brtt. er komin fram, og mun ég því ekki verða langorður um hana.

Alþ. 1938 bárum við þessir sömu þm. fram þáltill. þess efnis, að ríkisstj. sæi um, að tekin yrði til rannsóknar, svo sem kostur væri, fjárpest sú, sem gert hefir vart við sig í Svarfaðardal og kölluð er riðuveiki. Þessi till. náði ekki fram að ganga, henni var vísað til n. og dagaði þar uppi. En ástæðan til þess, að við bárum þessa þáltill. fram þá, er hin sama sem til þessarar brtt. á þskj. 308. Ég vil nú drepa á það, að um allmörg undanfarin ár hefir geisað í Svarfaðardal ákaflega skæð fjárpest. Ég býst við, að hún hafi komið úr Skagafirði, en hún mun hafa verið undanfarin 10 ár í Svarfaðardal. Fyrst í stað fór hún ákaflega hægt yfir, en á síðustu árum hefir hún farið vaxandi með hverju ári, og hefir aldrei verið skæðari en nú. Það mun láta nærri, að á þessum tæpum 10 árum muni hafa fallið af hennar völdum um 1000 fjár, eða sem næst 100 fjár að meðaltali á ári. Þessi veiki kom upp víða í dölum norðanlands, en hvergi hafa orðið eins mikil brögð að henni né hún orðið jafnskæð sem í Svarfaðardal. Þessi veiki hefir komið upp í fé 60–70 fjáreigenda, og hafa þeir allir misst 2–3 ær á skömmum tíma, síðan plágan fór að ganga yfir, og ef svo fer sem horfir nú við, þá virðist hún ætla að verða landlæg í dalnum. Undanfarin ár hefir verið reynt, bæði af dýralækninum á Akureyri, Sigurði E. Hlíðar, og íslenzkum læknum, prófessorunum Níels Dungal og Lárusi Einarssyni, að rannsaka þessa fjárpest, en þær rannsóknir hafa engan árangur borið. Svarfdælingar óska þess fyrst og fremst, að þessi veiki verði rannsökuð, sé þess nokkur kostur, ef það mætti verða til þess að kynnast veikinni og þekkja sjúkdómsorsakirnar. Jafnframt er það mjög alvarlegt mái fyrir Norðlendinga, ef þessi veiki breiðist úr Svarfaðardal um Eyjafjarðarsýslu vestanverða. við flm. þessarar till. teljum, að við höfum stillt óskum okkar til Alþ. mjög í hóf, þar sem við förum aðeins fram á 5 þús. kr. fjárveitingu í ,þessu skyni. Ég vil minna á það, að til rannsókna á mæðiveiki og garnaveiki hefir verið varið milli 600–700 þús. kr. á fjárl. Að sjálfsögðu dettur mér ekki í hug að bera þessa riðuveiki sama við þær fjárpestir. En riðuveikin í Svarfaðardal hefir þó verið allskæð, og næði hún að breiðast út, mun vafi leika á, hvort hún gæti ekki fullkomlega þolað samanburð við garnaveiki og jafnvel mæðiveiki. sem búið er að verja hundr. þús. kr. til rannsókna á og ráðstafana gegn, en hér er aðeins farið fram á 5 þús. kr. Þegar þessar upphæðir eru bornar saman, mun sjáifsagt öllum vera ljóst, hve hverfandi lítil sú upphæð er, sem hér er farið fram á, að varið sé til að rannsaka og hefta útbreiðslu riðuveikinnar, sé þess nokkur kostur. Þetta fé mun, ef samþ. verður, verða látið renna til hreppsnefndar Svarfdælinga, og henni falið að úthluta því milli fjáreigenda, sem beðið hafa tjón af völdum riðuveikinnar. Ég gæti hugsað mér, að þeir fjáreigendur, sem hafa beðið mestan skaða, yrðu þeirrar úthlutunar aðnjótandi, en ekki þeir, sem aðeins hafa misst 2–3 kindur. Ég treysti því, að hv. þm. sjái, að hér eru vandkvæði á ferðinni, þar sem riðuveikin hefir lagt að veili á 10 árum um 1000 fjár í einum hreppi, og að þeir geti allir orðið okkur flm. sammála og greitt atkv. með því, að þetta litla framlag til að rannsaka og hefta útbreiðslu veikinnar og styrkja bændur, er búsifjar hafa hlotið af hennar völdum, verði samþ. hér á Alþ.