29.03.1940
Efri deild: 24. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 338 í B-deild Alþingistíðinda. (789)

61. mál, umferðarlög

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég skal gjarnan geta þess, að eftir að frv. var samþ. í Nd. fór ég fram á það við vegamálastjóra, að hann héldi fund með bifreiðarstjórum bæjarins um þetta mál. Ég vil segja það, að ég álít, að andstaða bifreiðarstjóra gegn þessu máli stafi af misskilningi, því að margir þeirra álíta, að um mikla slysahættu sé að ræða í þessu sambandi. Ég hefi sjálfur ekið bifreið erlendis, þar sem um gagnstæðar akstursreglur er að ræða, og ég get ekki neitað því, að ég bjóst við, að mjög erfitt myndi að átta sig á umferðarreglunum. En ég álít samt eftir minni reynslu, að við myndum verða mjög fljótir að átta okkur á breyt. Reyndin hefir líka orðið sú þar, sem þessu hefir verið breytt, að þetta veldur engum vandkvæðum, vegna þess að menn falla af sjálfu sér inn í þær umferðarreglur, sem umferðin skapar, og ég held, að það sé engin ástæða til að óttast, að slys muni aukast af þessum ástæðum.