14.03.1940
Neðri deild: 17. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 345 í B-deild Alþingistíðinda. (807)

60. mál, bifreiðalög

*Frsm. (Gísli Sveinsson):

Herra forseti! Ég get fyrir hönd n. ekkert haft á móti því að vísu, að þessu máli verði frestað, ef það þykir henta. Annars held ég, að hv. þm. Mýr. hafi blandað saman málum. Ég álít ekki ástæðu til þess að fresta þessu máli, því að frv. til bifreiðal. er þannig, að allir geta sætt sig við það sem þar er skráð. En nokkur deila er um næsta málið á dagskránni, frv. til umferðarl., og ef menn vildu fresta því, hefi ég ekkert um það að segja. Það mál kemur ekkert við þessu máli, sem hér liggur fyrir. Og hv. þm. mega ekki ætlast til þess, þótt þeir vilji hindra hitt málið á þessu þingi, að frv. til bifreiðal. komist ekki í gegnum þingið heldur.

Ég held, að hv. þm. Mýr. blandi þarna saman málum.