14.03.1940
Neðri deild: 17. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 346 í B-deild Alþingistíðinda. (808)

60. mál, bifreiðalög

*Bjarni Ásgeirsson:

Ég verð að segja hv. þm. V.-Sk. það, að ég veit betur, hvað ég á við, heldur en hann, þótt skýr sé. Ég á bæði við bifreiðal. og umferðarl. Það er atriði, sem ég hefi rekið mig á í frv., og ég álít, að verði frv. samþ. þannig, myndi e. t. v. verða eyða í þeim l. Og ég vil spyrja: Því má þá ekki gefa ríkisstj. heimild til þess að ganga frá þessum málum, ef ekki á að gefa þinginu tíma til þess að ganga frá þeim? Þetta er allstór lagabálkur, sem útbýtt var hér á Alþ. fyrir örfáum dögum, og mér finnst það alveg óþarfi að flýta afgreiðslu á svona stóru máli.