27.03.1940
Neðri deild: 23. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 358 í B-deild Alþingistíðinda. (832)

60. mál, bifreiðalög

Sigurður Kristjánsson:

Ég vildi mega fara fram á það við hæstv. forseta, að atkvgr. um frv. til bifreiðal. og frv. til umferðarl. yrði frestað. Það hefir komið í ljós, að ýmsir hv. þm. hafa ekki skapað sér ákveðna afstöðu til þessara mála, og hygg ég, að það eigi ekki síður við um þá, sem voru á móti mínum till., því að mér virtist þeirra lið bæði færra og sérstaklega óákveðnara í gær.