30.03.1940
Efri deild: 25. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 384 í B-deild Alþingistíðinda. (913)

90. mál, friðun arnar og vals

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Brtt. sú, sem útbýtt hefir verið hér í d. á þessum fundi, er á þskj. 268 og er að mestu leyti shlj. brtt. frá hv. 1. þm. N.-M. og hv. 5. landsk. á þskj. 253. Breyt., sem gerð er í brtt. 268, er sú, að í stað lögreglustjóra er það ráðh., sem hefir heimild til að veita þá undanþágu, sem gert er ráð fyrir á þskj. 253, sem sé ef örn leggst á æðarvarp og eyðir því, má ráðh. heimila mönnum að gera ráðstafanir til að verjast tjóni af hans völdum. Allshn. hefir eftir nánari athugun á málinu flutt brtt. á þskj. 268 og mælir með því, að hún verði samþ.