18.03.1940
Neðri deild: 20. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 388 í B-deild Alþingistíðinda. (941)

74. mál, verðlag

*Frsm. (Bergur Jónsson):

Frv. þetta er, eins og sést af grg., flutt af allshn. eftir ósk hæstv. viðskmrh. Frv. fjallar um það, að fella saman l. frá 1937 um verðlag á vörum og breytingar, sem á þeim l. voru gerðar 1940. 1. gr. frv. byrjar eins og í l. frá 1937, en svo koma nýmæli, sem þar eru sett í samræmi við það, að verðlagsn. hefir í Lögbirtingablaðinu auglýst reglur um verðlag, sem vafasamt er annars, að heimilt sé eftir núgildandi l. Svo eru sett ákvæði um, að n. sé heimilt að ákveða taxta fyrir viðgerðir, smiði, saumaskap o. s. frv. Í 3. gr. frv. er það nýmæli, að ríkisstj. getur skipað eftirlitsn. verðlagsn. til aðstoðar á hinum einstöku verzlunarstöðum landsins, og er þetta í samræmi við ákvæði um verðlag, er grannþjóðirnar hafa sett hjá sér. 7. og 8. gr. hafa inni að halda ný ákvæði, en þau eru í samræmi við löggjöf grannþjóðanna. Aftan við frv. er prentaður útdráttur úr dönskum, norskum og enskum verðlagsákvæðum. Í upphafi 9. gr. eru ákvæði, sem tekin eru úr bráðabirgðal. frá árinu 1939, en síðan eru ákvæði, sem eiga að tryggja, að ekki verði hægt að fara óhæfilega langt í verzlunarálagningu án tilefnis af auknum kostnaði.

Yfirleitt má segja, að með þessu frv. sé verðlagseftirlitið gert tryggara, án þess að þröngvað sé kosti hlutaðeigenda fram úr hófi.