05.04.1940
Efri deild: 30. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 396 í B-deild Alþingistíðinda. (984)

83. mál, löggilding verzlunarstaðar í Auðkúlubót

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Þetta frv. er flutt í Nd. af hv. þm. V.-Ísf. og fer fram á, að Auðkúlubót í Arnarfirði verði löggilt sem verzlunarstaður. Allshn. d. hefir athugað frv., sem sjá má á nál. á þskj. 357, og leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt. Þarf í raun og veru ekki mikið um þetta mál að segja. Þessi staður, sem liggur norðanvert við Arnarfjörð, er vel til þess fallinn að verða verzlunarstaður fyrir þá, er búa þeim megin fjarðarins. Í Auðkúlubót er nú komið kaupfélag, og mun þetta því vera gert til þess að fá skip til að leggjast þar inn á löggilta höfn.