29.04.1941
Neðri deild: 47. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1296 í B-deild Alþingistíðinda. (100)

Rannsókn kjörbréfs

Á 47. fundi í Nd., 29. apríl, utan dagskrár, skýrði forseti frá, að sér hefði borizt eftir farandi bréf :

„Reykjavík, 29. apríl 1941.

Með því að 4. þm. Reykvíkinga, Einar Olgeirsson, hefur, eins og kunnugt er, verið tekinn höndum og fluttur úr landi, leyfi ég mér hér með fyrir hönd Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins að skýra yður, herra forseti, frá því, með skírskotun til 144. gr. kosningalaganna, að flokkurinn óskar þess, að varamaður Einars Olgeirssonar, Jóhannes úr Kötlum, taki sæti hans í þinginu, meðan hann er fjarstaddur.

Brynjólfur Bjarnason. Forseti neðri deildar.“