05.06.1941
Neðri deild: 71. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í B-deild Alþingistíðinda. (1002)

166. mál, Staðarprestakall á Reykjanesi

Bergur Jónsson:

Þetta frv. er flutt sem stjfrv. En þar sem hæstv. kirkjumálaráðh. er ekki viðstaddur, skal ég geta um það, að þetta mál er flutt hér samkv. ósk sóknarmanna í Staðarprestakalli. Og hér er aðeins um það að ræða, að veita heimild til þess að flytja prestssetrið frá Stað á Reykjanesi að Reykhólum í Reykhólahreppi, sem er eitt af höfuðbólum Reykhólasveitar og þar að auki eign ríkisins. Með þessum skiptum á prestssetri væri auðveldara að hafa not af kennslukröftum prestsins, og auk þess hægara fyrir safnaðarmenn að njóta krafta prestsins yfirleitt.

Ég vil svo leyfa mér að gera að till. minni, að þessu máli verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr. og allshn.