10.06.1941
Neðri deild: 75. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 492 í B-deild Alþingistíðinda. (1071)

167. mál, ríkisstjóri Íslands

Frsm. (Bergur Jónsson) :

Þetta frv. er fram borið í samræmi við þál. frá 17. maí. Allshn. hefur athugað frv. og leggur til, að það verði samþykkt með 3 breyt.

1. brtt. er við 6. gr. og er að nokkru leyti efnisleg. Í henni er gert ráð fyrir, að ríkisstjóri megi ekki hafa önnur störf á hendi, enda þótt ólaunuð séu.

Hinar brtt. eru orðabreytingar.

Í frv. er ekki tekið fram, frá hvaða degi ríkisstjóri sé kosinn, en það mun vera meiningin að geta þess í dagskrá, þegar kosning fer fram, frá hvaða tíma starfstími hans hefst.