12.06.1941
Efri deild: 77. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 512 í B-deild Alþingistíðinda. (1097)

167. mál, ríkisstjóri Íslands

Magnús Jónsson:

Það er aðeins ein spurning, sem ég vildi beina til hæstv. forsrh. út af þessu frv. Mér — og víst flestum — hefur skilizt svo, að hér sé um bráðabirgðaráðstöfun að ræða. Spurningin er, hvort það sé ekki alveg tvímælalaust, að með þessu frv. hafi ekki verið tekin nein afstaða til þess út af fyrir sig, hvernig Alþ. hugsar sér kosningu ríkisstjóra, hvað sem hann verður kallaður í framtíðinni,

þegar hið íslenzka ríki hefur sett sig á laggirnar með sinn eiginn þjóðhöfðingja. Ég hef alltaf varið þeirrar skoðunar, að slíkan mann bæri að kjósa af þjóðinni, með atkvgr. allrar þjóðarinnar, en ekki Alþ. En mér sýnist þetta frv. vera í orðalagi þannig, að þetta sé nokkurs konar framtíðarskipulag, þar sem talað er um „til eins árs í senn“, og er ekkert í því, sem hefur á sér bráðabirgðablæ. Ég vil beina þeirri spurningu til hæstv. ráðh., hvort þetta sé ekki að sjálfsögðu hugsað sem bráðabirgðafyrirkomulag, — án þess að ég spyrji hann nokkuð um það, hver hans skoðun er um það, hvernig hann vill láta haga þessu máli í framtíðinni.