14.06.1941
Efri deild: 79. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 513 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

167. mál, ríkisstjóri Íslands

Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Eins og sjá má á nál. 744, leggur n. til, að frv. verði samþ. Frv. og þau l., sem það gerir ráð fyrir að sett verði, er fram borið til að fullnægja ályktunum Alþ. 17. f. m., er samþ. voru nær einum rómi. Mér virðist, að líta beri á þetta mál sem ráðstöfun um óákveðinn tíma. Þess vegna lítur allshn. svo á, að einstök ákvæði í frv. bindi á engan hátt atkv. þm. um endanlega lausn málsins, og þess vegna sá allshn. ekki ástæðu til að gera brtt. við frv., en ég taldi rétt, að þessi skilningur n. kæmi fram nú, og mér virðist mega álykta, að hann komi ekki í bága við þann skilning, sem hæstv. forsrh. lýsti sem sínum við 1. umr.

Þegar á málið er litið frá þessu sjónarmiði, eru umr. um það ekki aðkallandi. Þær umr., sem fram fóru í Nd., snerust að miklu leyti um atriði, sem í raun og veru liggja fyrir utan málið sjálft, og ég hef ekki tilhneigingu til að leiða þau atriði inn í umr. nú. Ég vil því aðeins beina því til hv. d., að n. leggur einróma til, að frv. verði samþ. án breyt.