22.04.1941
Neðri deild: 42. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 558 í B-deild Alþingistíðinda. (1199)

62. mál, Búnaðarbanki Íslands

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson) :

Ég skal fyrst geta þess, að í 1. gr. frv. hefur fallið niður orðið rekstrarlánadeild. Þessi breyt. er þó engin efnisbreyting.

Félög, er fá lán úr þessari deild, eru ekki mörg og eru á engan hátt miklir viðskiptamenn fyrir bankann.

Hér er farið fram á, að þessari deild verði veittar 300 þús. kr. á 3 árum úr ríkissjóði.

N. leggur til að deila tillaginu niður á þrjú ár, því það stendur betur á fyrir ríkissjóð, en gerir í sjálfu sér ekkert til fyrir deildina.

Ekki er þess að vænta, að lán úr þessari deild verði svo há, að þetta muni alveg nægja. Þessi till. getur haft talsverða þýðingu.

Annað atriðið er um yfirstjórn bankans. N. leggur til, að skipað verði bankaráð. Bankaráð þetta kysi svo aðalbankastjóra, á sama hátt og bankastjórar hinna bankanna eru kosnir af bankaráði. — N. hefur afgreitt þetta athugasemdalaust að öðru leyti.