26.04.1941
Neðri deild: 45. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í B-deild Alþingistíðinda. (1212)

62. mál, Búnaðarbanki Íslands

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson) :

N. sá sér ekki fært að bera fram till. um ákveðna vexti, nema um leið væri heitið framlagi úr ríkissjóði til þess að greiða vaxtamismun, ef lán deildarinnar væru það dýr, að vextirnir þyrftu að vera hærri en 4½ til 5%. Þetta vaxtaákvæði mundi því þýða það, að lánadeildin þyrfti að hætta störfum, ef vextirnir væru dýrari en 4½%. Hins vegar eiga lántakendur víst, hvaða vexti þeir eiga að borga af lánum sínum, meðan þau standa, því að vöxtum verður ekki breytt frá því, sem þeir eru fyrst, þegar lánin eru tekin. Lánin verða vafalaust skyldulán, og á þeim eru fastir og ákveðnir vextir, og af þeim lánum, sem veitt eru, meðan þau skyldulán hrökkva til, verða vextirnir líka fastir og ákveðnir, rétt eins og í veðdeild.

Mér þykir það skorta á till. hv. 5. þm. Reykv., að ríkissjóður eigi að greiða vaxtamismuninn, ef deildin greiðir hærri vexti en hún tekur sjálf og ríkisframlagið hrekkur ekki til að jafna þann mismun.

Landbn, heldur fast við sína tillögu um það, að bankaráðið sé kosið af landbn. Landsbankan. er dæmi um þetta, og mörg önnur dæmi eru til, því að það er mjög venjulegt, að þingið feli bæði stofnunum og n. og þá sérstaklega ríkisstj. að tilnefna menn eða n. Það er þá mjög eðlilegt, að Alþ. framselji þetta vald sitt, en þá er jafnframt ætlazt hér til, að sömu hlutföll gildi í flokkaskiptingu hjá þeim n., sem taka við þessu valdi, og hjá Alþ. sjálfu. Og þegar ekki eru kosnir nema 2 menn, er öruggt, að þau hlutföll, sem eru milli flokkaþingsins, fái að njóta sín í n.

Þessi n. er sem. og er náskyld starfi því, sem Búnaðarbankinn á að sinna, og flokkaskiptingin er sú sama og í Alþ., og ef Alþ. framselur sitt vald, er ekkert við það að athuga. N. heldur fast við sína till., og tjáir ekki meira um það að tala.