26.04.1941
Efri deild: 45. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í B-deild Alþingistíðinda. (1256)

84. mál, veiði, sala og útflutningur á kola

Fram. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti! Þetta frv. hefur verið til athugunar í sjútvn., og hefur hún fallizt á nauðsyn þess að stemma stigu fyrir rányrkju veiðistofnsins, en að því miðar frv.

Þar sem ákveðið er í frv., að allur koli skuli flokkaður og metinn, þótti n. rétt að kveða skýrt á um það, að kostnaður við matið skuli borinn uppi af eigendum aflans, eins og eigendur saltfisks t. d. greiða undirmatsmönnum þeim, sem meta saltfiskinn. Hins vegar skal ríkissjóður bera kostnað af starfi yfirmatsmanna, eins og hann kostar yfirfiskimat yfirleitt. Það getur verið, að hv. Nd. hafi þótt þetta liggja í hlutarins eðli, en okkur þótti þörf á að taka þar af tvímælin og leggjum það til í brtt. á þskj. 260.

Ég vil leyfa mér að biðja hæstv. forseta að lesa í málið í brtt., þar sem misritazt hefur af vangá „nýr málsliður“ fyrir „ný málsgr.