18.04.1941
Efri deild: 38. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í B-deild Alþingistíðinda. (1287)

102. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Bjarni Snæbjörnsson:

Hv. frsm. fjhn. og annar hv. þm. hafa tekið vinsamlega í brtt. mína á þskj. 195 og mælzt til þess, að ég tæki hana aftur, og vil ég verða við þeim tilmælum.

En þegar ég tók til máls áður, láðist mér að minnast á einn lið í brtt. hv. 1. þm. N.-M., þar

sem hann fer fram á það, að l. nr. 44 frá 26. maí 1938 og breyt. á þeim 1., nr. 106 frá 14. maí 1940, um bráðabirgðatekjuöflun fyrir Hafnarfj., verði úr gildi numin. Fór þessi hv. þm. mjög óviðurkvæmilegum orðum um málið, taldi það lítið mál og ljótt mál og þar fram eftir götum. Það mál hefur verið bitbein okkar að undanförnu, þegar það hefur verið til umr. Ég vil minna hv. þdm. á það, að þessi 1. eru einungis heimildarl. fyrir ríkisstj., og það er í valdi ríkisstj. algerlega, hvort hún framfylgir þessum 1. eða ekki. Og mér finnst í sjálfu sér, að a. m. k. á meðan þessi þjóðstjórn er við lýði hjá okkur, þá sé ekki ástæða til að efast um það, að þessi heimild verði ekki notuð af ríkisstj. nema þangað til bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar hættir að undanþiggja útgerðarfyrirtæki botnvörpuskipa útsvari. Það er því óþarfi fyrir hv, þdm. að taka nokkra afstöðu til þessa máls nú, álít ég.

Svo vildi ég líka mótmæla því, sem hv. 1. þm. Eyf. (BSt) sagði, að í þessu frv. væru ekki lagðar neinar nýjar kvaðir á útgerðina. Hv. þm. Vestm. hefur nokkuð svarað honum um þetta. En ég vil bæta því við, að þetta frv., sem hér er fram komið, verkar aftur fyrir sig. Þess vegna verkar það á þá aðila þannig, að þeir verða fyrir vonbrigðum, má segja, um það, að l. um þetta efni mundu haldast óbreytt. Þeir höfðu ekki getað skilið annað en að l. mundu standa óbreytt fyrir árið 1940, og það því fremur sem frv. kom fram á Alþ. á síðasta ári, ein.mitt 1940, um það að nema þessi fríðindi úr gildi, — það kom fram í hv. Nd. og var flutt af hv. 3. þm. Reykv. (HV), en það kom öllum saman um það að skipta sér ekkert af þeim 1. og láta allt standa við það sama. Þess vegna var ekki nema eðlilegt, þó að menn héldu, að þeir mundu fá að njóta þessara fríðinda fyrir síðastl. ár.