06.03.1941
Sameinað þing: 3. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í B-deild Alþingistíðinda. (134)

1. mál, fjárlög

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Fjárlögin fyrir árið 1940 voru undirbúin í ársbyrjun 1939. Fjárlagafrumvarpið, eins og það var lagt fyrir Alþingi í febrúarmánuði það ár, var að sjálfsögðu sniðið eftir reynslu undanfarinna ára. Og þótt ekki væri frá fjárlögunum gengið endanlega fyrr en í janúarbyrjun 1940, þá er það ekki nema að vonum, að þau hafi mótazt meira af liðna tímanum en af þeirri þróun, sem þá var að vísu byrjuð og samfara hefur orðið styrjaldarástandinu, sem hófst í lok ársins 1939. En afkoma ríkissjóðs varð þá líka allt önnur á árinu 1940 en gert var ráð fyrir í fjárlögunum, og í rauninni þannig, að segja má nærri því, að ekki standi steinn yfir steini í þeim áætlunum, sem gerðar voru um tekjur og gjöld ríkissjóðs á því ári.

Samkvæmt bráðabirgðayfirliti, sem ríkisbókhaldið hefur gert yfir tekjur og gjöld ríkissjóðs á árinu 1940, hafa rekstrarútgjöldin orðið kr. 21615000.00, en voru áætluð í fjárlögunum kr. 17857000.00 og hafa þannig í heild farið fram úr áætlun um kr. 3758000.00. Hins vegar hafa tekjurnar orðið kr. 26490000.04. Þær voru áætlaðar kr. 18594000.00 og hafa þannig farið fram úr áætlun um kr. 7896000.00 og tekjuafgangur á rekstrarreikningi því orðið kr. 4875000.00.

Einstakir gjalda- og tekjuliðir voru áætlaðir og hafa orðið, eftir því sem að svo stöddu verður næst komizt, sem hér segir: (sjá bráðabirgðayfirlit yfir tekjur og gjöld ríkisins, bls. 23-26).

Samkvæmt því hafa gjöldin í heild farið fram úr áætlun um kr. 3758000.00, en einstakir liðir um samtals kr. 4162000.00, en þar frá dragast 404 þús., sem sparazt hefur á nokkrum liðum. Þess er þó að gæta, að af þessari upphæð eru kr. 2012000.00 gjöld, sem ekkert er áætlað fyrir í fjárlögunum, og er þar þó að mestu um lögboðin gjöld að ræða. Samkvæmt lögum um verðlagsuppbót hafa þannig verið greiddar kr. 636000.00, sem ekkert var áætlað. fyrir, samkvæmt lögum um jöfnunarsjóð kr. 700000.00 og samkvæmt ýmsum öðrum lögum kr. 278000.00. Þannig hafa verið greiddar samkvæmt lögum um hýsing prestssetra 11 þús., lögum um innflutnings- og gjaldeyrisnefnd 35 þús., lögum um meðferð einkamála í héraði 11 þús., jarðræktarl. (um vélasjóð) 35 þús.., lögum um lestrarfélög og kvikmyndir 34 þús., lögum um matjessíld 10 þús., lögum um lífeyrissjóð ljósmæðra 20 þús., lögum um sölu og útflutning á vörum 6 þús., lögum um friðun Eldeyjar 8 þús., framfærslul. 43 þús., lögum um náttúrurannsóknir 13 þús. En samtals nema þessar greiðslur samkv. sérstökum lögum kr. 1614000.00.

Samkvæmt þingsál. hafa verið greiddar 33 þús. kr. og. skv. 22. gr. fjárlaga 5 þús. kr. Aukagreiðslur án sérstakrar heimildar. sem ekkert hefur verið áætlað fyrir og því verða teknar upp í fjáraukalög, hafa orðið þessar:

Til Íslandsdeildar heimssýningarinnar.

65 þús

Viðgerð á kennaraskólanum

12 —

Til handíðaskólans

8 —

Kostnaður vegna flutnings verðmætra skjala

4 —

Rannsókn búfjársjúkdóma

40 —

Rekstrarhalli kreppulánasjóðs

15 —

Petsamofarar Esju

150 —

Kostnaður vegna loftvarna

42 —

Til h/f Skallagríms

5 —

Til öldubrjóts á Siglufirði

6 —

Aukalögregla á Siglufirði

5 —

Ýmislegt

Samtals kr.

8 — 360 þús.

Þá skal ég gera nokkra grein fyrir umframgreiðslum á einstökum gjaldaliðum, sem áætlaðir eru í fjárlögum.

Gjöld samkv. 10. gr. I, stjórnarráðið o. fl., voru áætluð 369 þús. kr., en urðu 479 þús. kr., eða 110 þús. umfram áætlun.

Í fjárlögum ársins 1939 voru þessi gjöld áætluð kr. 292046.00, en hafa orðið kr. 431466.33, og er augljóst af því, að þau hafa verið of lágt áætluð í fjárlögum 1940, jafnvel þó að áætlunarupphæðin hafi verið hækkuð. nokkuð. Af umframgreiðslunum koma 90 þús. kr. á skrifstofukostnað stjórnarráðsins sjálfs, 12 þús. á ríkisfjárhirzlu og bókhald, 3 þús. á útgáfu stjórnartíðinda og 5 þús. á viðhald stjórnarráðshúss og ráðherrabústaðar. Hins vegar er mismunurinn á þessum kostnaði árið 1939 og 1940 ekki nema 48 þús., og af því telur ríkisbókhaldið, að allt að 25 þús. eigi að dreifast á aðra liði fjárlaganna, og er þá aukinn kostnaður ekki orðinn verulegur, þegar þess er gætt, að skipulagsbreyting sú, sem gerð var á árinu 1939, kom ekki í framkvæmd fyrr en í fjórða mánuði ársins, en auk þess hefur ekki orðið komizt hjá að auka nokkuð við starfsliðið, t. d. við endurskoðunina í sambandi við lögfesting tollskrárinnar o. fl.

Gjöld samkv. 10. gr. III, utanríkismál, voru áætluð kr. 231250.00, en hafa orðið 426 þús. og umframgreiðslur þannig 195 þús. Kostnaður við utanríkismál og vegna samninga við erlend ríki hefur ekki verið áætlaður nema 231 þús. árið 1940. Árið 1939 varð þessi kostnaður kr. 237484.00 og er áætlaður 293 þús. árið 1942. Á árinu 1940 hafa fallið allveruleg útgjöld á ríkissjóð vegna Íslendinga erlendis, og er nokkur hluti þess kostnaðar eða greiðslur í Svíþjóð, innifaldar í þessum kostnaðarlið. Þá hefur einnig kostnaðurinn við samninganefndina í London haustið 1939 verið færður til gjalda á þessu ári, en ekki árinu 1939, eins og gert var ráð fyrir í yfirliti síðasta árs, en umframgreiðslan á ríkisreikn. 1939 hefur þá einnig orðið þeim mun minni en gert var ráð fyrir.

Gjöld samkv. 11. gr. A, til dómgæzlu og lögreglustjórnar, verða samkv. bráðabirgðayfirlitinu 1976 þús. kr., en voru áætluð 1530 þús., og umframgreiðslur nema. samkv. því 446 þús. kr. Fyrir árið 1939 voru þessi gjöld áætluð 1523 þús., en urðu samkv. ríkisreikningi fyrir það ár 1900503.43, eða kr. 377500.00 meiri, að viðbættum rúmum 20 þús. kr. samkv. sérstökum lögum. Áætlunarupphæðirnar eru svo að segja jafnar bæði árin og ná bersýnilega ekki nokkurri átt, samkvæmt fenginni reynslu. Af umframgreiðslunum ber mest á hluta ríkissjóðs af kostnaði við lögreglu í Reykjavík, sem hefur farið 120 þús. kr. fram úr áætlun 1940, samkv. bráðabirgðayfirlitinu, og orðið um 100 þús. kr. meiri en 1939, og stafar sá kostnaður af óhjákvæmilegum ráðstöfunum vegna þess ástands, sem nú ríkir í landinu.

Skrifstofukostnaður tollstjórans í Reykjavík hefur einnig aukizt mjög verulega og umframgreiðsla á þeim lið orðið 83 þús. kr., í stað 27 þús. árið 1939, miðað við svipaðar áætlunarupphæðir, en í þeim greiðslum er innifalin verðlagsuppbót til alls skrifstofufólksins, aukinn húsnæðiskostnaður og verðhækkun allra nauðsynja.

Tollgæzla í Reykjavík og toll- og löggæzla utan Reykjavíkur var áætluð 212 þú s. kr. 1940, en hefur farið fram úr áættun um 84 þús. kr. Þessi kostnaður varð tæp 1256 þús. kr. 1939 og hefur þannig hækkað um 40 þús. á árinu 1940. Á árinu hefur orðið að fjölga tollgæzlumönnum í Reykjavík og auka löggæzluna utan Reykjavíkur frá því, sem áður var, og stafar hækkunin af því, auk þess sem verðlagsuppbót og önnur kauphækkun til samræmis við kaupgjaldið í landinu er innifalin í þessum greiðslum.

Skrifstofukostnaður lögreglustjóra og sakadómara hefur farið 56 þús. kr. fram úr áætlun.

Í fjárlögunum var ekki áætlað fyrir þessum kostnaði nema tæp 67 þús. kr., en tilsvarandi kostnaður varð á árinu 1939 full 88 þús., en þar við hlutu að bætast allveruleg útgjöld vegna skiptingar embættisins, og hefur sú aukning þannig numið um 35 þús. kr.

Loks hefur skrifstofukostnaður sýslumanna, bæjarfógeta og lögreglustjóra farið fram úr áætlun um 42 þús. kr. og orðið 195 þús., en árið 1939 varð þessi kostnaður hins vegar orðinn 168 þús., og nemur hækkun hans á þessu ári ekki nema 27 þús. — Nokkrar umframgreiðslur hafa orðið á einstökum liðum öðrum, ýmist nokkru minni eða nokkru meiri en ár ið áður. Hins vegar verður að gæta þess, þegar bornar eru saman heildarupphæðir umframgreiðslna þessara tveggja ára, 1939 og 1940, að fyrra árið varð kostnaður við landhelgisgæzlu 48 þús. kr. hærri en áætlað hafði verið, en samkvæmt bráðabirgðayfirlitinu fyrir 1940 hefur engin umframgreiðsla orðið á þeim lið.

Gjöld samkv. 11. gr. B, sameiginlegur embættiskostnaður, hefur hækkað mjög verulega frá því, sem hann varð 1939, og fór hann þó mjög fram úr áætlun það ár. Árið 1939 var þessi kostnaður áætlaður 329 þús. kr., en varð 486 þús. Árið 1940 var hann áætlaður 461 þús. kr. og hefur því samkvæmt bráðabirgðayfirlitinu orðið 119 þús. kr. meiri, eða 580 þús. Aðalumframgreiðslurnar eru:

Skattstofan í Reykjavík og skatta-

nefndir ,

25 þús.

Fasteignamatið -

60

Eyðublöð og auglýsingar

30 — -

Gjöld samkv. 13. gr. A, til vegamála,hafa

farið 475 þús. kr. fram úr áætlun.

Umframgreiðslurnar skiptast þannig á fjárlagaliðina

Stjórn og undirbúningur

43 þús.

Nýir þjóðvegir

10 —

Viðhald þjóðvega

110 —

Þjóðvegir af benzínskatti

247 —

Brúargerðir

50 —

Sýsluvegir

6 — -

Til malbikunar

9 — -

Árið 1939 urðu útgjöldin til stjórnar og undirbúnings rúm 85 þús., en 1940 urðu þau 121 þús., eða 36 þús. kr. hærri. Stafar sú útgjaldaaukning að sjálfsögðu aðallega af því, að framkvæmdir í vega- og brúargerðum urðu miklu meiri á þessu ári.

Viðhald þjóðvega hefur farið fram úr áætlun á hverju ári að undanförnu, enda hefur fjárveiting til þess verið hækkuð í fjárlögum yfirstandandi árs nokkurn veginn sem því svarar, sem kostnaðurinn hefur numið þetta síðasta ár.

Til þjóðvega af benzínskatti hefur verið varið úr ríkissjóði 247 þús. kr. umfram áætlun, aðallega til Öxnadalsvegar, Elliðaárvegar, Hafnarfjarðar vegar og vegarins um Svínahraun og Kamba.

Til brúargerða hefur verið varið 50 þús. kr. umfram áætlun, 6 þús. til sýsluvega og 9 þús. til malbikunar.

Gjöldin samkv. 14. gr. A, til kirkjumála, hafa farið 36 þús. kr. fram úr áætlun, og er það hækkun á framlaginu til prestlaunasjóðs.

Gjöld samkv. 14. gr. B, til kennslumála, hafa samkv. bráðabirgðayfirlitinu farið 153 þús. kr. fram úr áætlun og urðu 2171 þús. Árið 1939 urðu þessi útgjöld 2164914.26, og er hækkunin því aðeins um 6 þús. kr.

Umframgreiðslurnar skiptast þannig :

Háskólinn

20 þús.

Barnafræðslan

38 —

Gagnfræðaskólar

26 —

Ýmsir skólar o. fl

69 —

Umframgreiðslur á 15. gr., til vísinda, bók-

mennta og lista, hafa orðið 28 þús. og skiptast þannig

Söfnin

9 þús.

Safnhúsið

7 —

Friðun Þingvalla

6 —

Ýmsir liðir

6 —

Gjöld samkvæmt 16. gr., til verklegra framkvæmda, hafa farið 268 þús. kr. fram úr áætlun. Af þeirri upphæð hefur 2/3 hlutunum verið varið til framleiðslubóta og atvinnuaukningar, eins og það nú er kallað, og verið ráðstafað að mestu leyti af nefnd þeirri, sem skipuð var samkvæmt löggjöf frá haustþinginu 1939. Til Búnaðarfélagsins hafa verið greiddar 12 þús. kr. umfram áætlun, gjöld samkv. jarðræktarlögum hafa farið fram úr áætlun um 19 þús. kr., veðurstofan 21 þús., aðallega vegna birtingar veðurfregna, kostnaður við fiskifulltrúa í Miðjarðarhafslöndum 14 þús., skrifstofa húsameistara 10 þús. og verðlagsnefnd 12 þús.

Gjöld samkv. 17. gr. hafa farið 116 þús. fram úr áætlun, þ. e. berklavarnir 38 þús., alþýðutryggingar 60 þús. og framlag til barnaverndar 18 þús. — Útgjöldin til alþýðutrygginga hafa verið áætluð eins bæði árin 1939 og 1940. 1939 fóru þau tæp 20 þús. kr. fram úr áætlun, en þar við bætist, að á Alþingi 1940 var ákveðið að greiða uppbót á ellilaun og örorkubætur úr ríkissjóði, sbr. lög nr. 73 7. maí 1940, og stafar hækkun þessara útgjalda af því. Umframgreiðslan til barnaverndar stafar af sérstökum ráðstöfunum, sem gerðar voru til þess að koma börnum úr stærstu bæjum landsins til sumardvalar í sveit síðastliðið sumar.

Óviss útgjöld samkv. 19. gr. hafa orðið 296 þús. kr., og eru stærstu liðirnir þessir:

Kostnaður við peningasendingar til út-

landa

24 þús.

Málskostnaður

10 —

Samning frumvarpa

17 —

Til skrifstofu „Íslenzk ull“

10 —

Brezk-íslenzk leigumatsnefnd

20 —

Til Eskifjarðarhrepps

30 —

Bifreiðakostnaður stjórnarráðsins

15 —

Erlendir gestir

8 —

Kostn. vegna grafreits á Þingvöllum

17 —

Vegagerð við Reykjavík (öryggisráðst.)

8 —

Fálkaorðan

5 —

Nefndakostnaður

5 -

Kostnaður vegna flutnings vélbáta

10 -

Greitt samkvæmt reikningsúrskurði

4 -

Manneldisrannsóknir

5 -

Rannsókn og endursk. vegna mjólkur-

sölu

8 -

Samtals

196 þús.

Undir áætlun urðu :

Gjöld samkv. 7. gr., um 83 þús., og stafar það af því, að vextir af lausum skuldum urðu þeim mun lægri en áætlað var.

Gjöld samkv. 12. gr., til heilbrigðismála, urðu 87 þús. kr. undir áætlun, og veldur þar um bætt afkoma ríkisspítalanna í sambandi við hækkun daggjalda sjúklinga.

Gjöld samkv. 13. gr. B, strandferðir, urðu 202 þús. kr. undir áætlun, og stafar það af utanlandssiglingum Súðarinnar.

Gjöld samkv. 13. gr. C., til hafnargerða og lendingarbóta, urðu 30 þús. kr. undir áætlun. Um gjöldin í heild má segja, að allar líkur hafi mátt telja til þess fyrir fram, að þau mundu fara til stórra muna fram úr áætlun. Því var það líka, að Alþingi veitti ríkisstjórninni heimild til þess að lækka öll ólögbundin gjöld fjárlaganna um 20%, ef ekki þætti verða hjá komizt. Um tekjurnar var allt öðru máli að gegna, og miklu meir rennt blint í sjóinn um, hvað þær yrðu. Og lengi fram eftir árinu virtist svo sem tekjurnar myndu ætla að bregðast að meira eða minna leyti. Fram til maíloka voru innheimtar ríkissjóðstekjur af sköttum og tollum svipaðar því, sem þær höfðu verið árið áður.

Í júnílok voru þær orðnar 600 þús. lægri en á sama tíma árið áður. Í júnílok voru þær um fullum 500 þús. lægri. Í ágústlok 400 þús. lægri.

Á þessu tímabili hafði fjármálaráðuneytið ekki séð sér annað fært en að gera ráð fyrir því, að nota yrði fjárlagaheimildina til að lækka ólögbundnu gjöldin.

Jafnframt var þá einnig ákveðið að gera ráðstafanir til sölu á ríkisskuldabréfum, til greiðslu á yfirdráttarskuld ríkissjóðs í Landsbankanum, sem lofað hafði verið að lækka að verulegum mun á árinu. Hins vegar var tekin sú ákvörðun í ágústmánuði að lina nokkuð á innflutningshömlunum, og í voninni um, að tolltekjurnar myndu þá fara að aukast verulega, var fallið frá niðurskurði lögbundnu gjaldanna. Í lok septembermánaðar voru skattar og tollar orðnir um 3/4 millj. kr. hærri en á sama tíma árið áður, og í lok októbermánaðar 11/2 millj. hærri. Á sama tíma voru innborganir frá tóbaks- og áfengiseinkasölunum einnig farnar að aukast mjög verulega. Og í árslok voru tollar og skattar orðnir rúmum 5 millj. hærri en árið áður og tekjur af ríkisstofnunum 2 milljónum hærri.

Af tekjuliðunum urðu aðeins 4 undir áætlun: aukatekjur, vitagjald, póstmál og bifreiðaeinkasalan.

Siglingar til landsins, sem greidd eru gjöld af í ríkissjóð, hafa dregizt mjög mikið saman vegna ófriðarástandsins, og veldur það þessari rýrnun aukateknanna og vitagjaldanna. Póstflutningar til útlanda hafa að miklu leyti lagzt niður, einnig af völdum ófriðarins. Mátti raunar vita það fyrir fram, að veruleg vanhöld mundu verða á þessum tekjum. Tekjur af bifreiðaeinkasölunni máttu hins vegar heita að standast áætlun.

Af þeim 29 tekjustofnum fjárlaganna öðrum, sem áætlun hefur verið gerð um, hafa 6 gefið af sér hátt á sjöundu milljón kr. umfram áætlun : Tekju- og eignarskattur 581 þús., útflutn

Bráðabirgðayfirlit yfir tekjur og gjöld

Fjárlög

Reikn-

Umfram

Gjöld

ingur

fjárlög

7. gr.

Vextir

2071

1988

÷ 83

8. gr.

Borðfé konungs

75

75

9. gr.

Alþingiskostnaður

246

246

10. gr. I.

Stjórnarráðið

369

479

110

10. gr. II.

Hagstofan

74

82

8

l0. gr. III.

Utanríkismál

231

426

195

11. gr. A.

Dómsmál

1530

1976

446

Il. gr. B.

Kostnaður við embættisrekstur

461

580

119

12. gr.

Heilbrigðismál.

860

773

÷87

13. gr. A.

Vegamál

1679

2154

475

I3. gr. B.

Strandferðir

385

181

÷204

13. gr. C.

Vitamál

698

668

÷30

13. gr. D.

Flugmál

24

24

14. gr. A.

Kirkjumál

465

501

36

14. gr. B.

Kennslumál

2018

2171

153

15. gr.

Vísindi, bókmenntir og listir

307

335

28

16. gr.

Verkleg fyrirtæki

4211

4479

268

17. gr.

Styrktarstarfsemi

1707

1823

116

18. gr.

Eftirlaun

346

346

19. gr. a.

Óviss útgjöld

100

296

196

19. gr. b.

Verðlagsuppbót.

....

636

636

22. gr.

Heimild Alþingis

. .

5

5

Þingsályktanir

....

33

33

Væntanleg fjáraukalög

....

360

360

Sérstök lög

...

978

978

17857

21615

3758

Tekjuafgangur

737

4875

409

Samtals

18594 I

26490

4162

ingsgjald 765 þús., vörumagnstollur 1502 þús., verðtollur 22$0 þús., áfengisverzlun 953 þús. og tóbaksverzlunin 758 þús., eða samtals 6839 þús. Af vörumagnstollunum hefur tóbakstollurinn farið l milljón fram úr áætlun, áfengistollur rúm 200 þús., en aðrir tollar tæp 300 þús. En með tilliti til þess, að innflutningur almennra vörutollsvara hefur vafalaust verið mjög með minna móti, verður þó ekki annað sagt en að tollskráin muni ætla að halda sæmilega áætlun. Innflutningur á aðalverðtollvörunum hefur þó vafalaust verið miklum mun minni .hlutfallslega, og auðvitað stafar það einvörðungu af gífurlegri verðhækkun þeirra vara, hversu mjög verðtollurinn hefur farið fram úr áætlun.

Um rekstrarhagnað áfengis- og tóbaksverzlananna er það að segja, að þeir tekjuliðir hafa verið áætlaðir mjög varlega. Árið 1939 varð hagnaður áfengisverzlunarinnar 1825497.85. Í fjárlögunum fyrir árið 1944 var hann áætlaður 1688 þús., en hefur orðið 2641 þús. Þegar fjárlögin voru samin, var allt í óvissu um afkomu almennings í landinu, og gat algerlega brugðið til beggja vona um hana. Hins vegar hefur verð á áfenginu verið hækkað að miklum mun á árinu, en áfengiskaupin þrátt fyrir það aukizt, eftir því sem lengra leið á árið og afkoma manna batnaði. Og jafnvel skömmtunin á áfenginu síðasta ársfjórðunginn virðist lítil áhrif hafa til þess að draga úr þeim kaupum, þó að

ríkissjóðs 1940 (allar upphæðir í þús. kr.).

Tekjur

Fjárlög

Reikn-

Umfram

ingur

Skattar og tollar:

2. gr. 1.

Fasteignaskattur

445

516

71

2.-3.

Tekju-, eignar- og hátekjuskattur

1800

2380

581

4.

Lestagjald af skipum

55

69

14

5.

Aukatekjur

600

508

÷ 92

6.

Erfðafjárskattur

56

60

4

7.

Vitagjald

390

244

÷ 146

8.

Leyfisbréfagjöld

28

36

8

9.

Stimpilgjöld

500

269

10.

Stimpilgjöld af ávísunum

75

107

32

11.

Bifreiðaskattur

410 }

783

68

12.

Benzínskattur

305}

13.

Útflutningsgjald

650

1415

765

14.

Áfengistollur

1000}

16:

Tóbakstollur

1300}

6302

1502

16.

Vörumagnstollur

2500}

17.

Verðtollur

4000

6280

2280

18.

Gjald af innlendum tollvörum

400

737

337

19.

Skemmtanaskattur

135

258

123

Veitingaskattur

100

165

65

Samtals

14749

20630

5881

÷ Endurgreiddar og niðurfærðar eftirstöðvar.

389

20241

÷ 389

3.gr.A.

Ríkisstofnanir:

5492

Póstmál

31

÷ 30

÷ 61

Landssíminn

717

1080

363

Áfengisverzlun

1688

2641

953

Tóbaksverzlun

692

1450

758

Ríkisútvarp og viðtækjaverzluu

23

168

145

Ríkisprentsmiðja

50

60

10

Landssmiðja

17

132

115

Bifreiðaeinkasala

63

60

÷ 3

Grænmetisverzlun

8

8

Vífilsstaðabú

11

11

Kleppsbú

18

18

3281

5628

2317

÷ Halli á rekstri póstmála

30

5598

3.gr. B.

Tekjur af fasteignum

8

8

4. gr.

Vaxtatekjur

506

530

24

5. gr.

Óvissar tekjur

50

113

63

Samtals

18594

26490

7896

sú hafi að sjálfsögðu verið raunin og þau hefðu orðið enn þá meiri, ef skömmtuninni hefði ekki verið komið á. Svipað er að segja um rekstrarhagnað tóbakseinkasölunnar. Verð á ýmsum tóbaksvörum hefur verið hækkað, en tóbakskaupin þrátt fyrir það aukizt hlutfallslega enn þá meira, samfara batnandi hag almennings, enda engar hömlur á þau lagðar. Hins vegar hefur verið farið enn varlegar í áætlun um hagnað þessarar verzlunar en áfengisverzlunarinnar, og þess sennilega ekki verið gætt, að hagnaður hennar árið 1939, sem áætlunin hefur verið miðuð við, var óeðlilega lítill, vegna mikils gengistaps á erlendum skuldum.

Ég sé svo ekki ástæðu til að gera fleiri tekjuliði sérstaklega að umtalsefni. En samtals hafa einstakir tekjuliðir farið fram úr áætlun um 8587 þús. kr.; en þar frá dregst niðurf. eftirst. og endurgreiðslur 389 þús. og vanhöld á 4 tekjuliðum 302 þús., samtals 691 þús., og verða þannig tekjur umfram áætlun í heild, eins og áður segir, 7896 þús. kr.

Af sjóðsyfirlitinu sést það, að þrátt fyrir góða afkomu ríkissjóðs á árinu hefur þó fleira verið gert en að borga skuldir. Það hafa líka verið tekin lán og auk þess verið eytt. af innstæðu í bönkum. En það hefur þó einnig verið gert í því skyni að gera frekari skil á skuldbindingum ríkissjóðs, og jafnframt því einnig að greiða fyrir viðskiptunum við önnur lönd.

Sjóðsyfirlit 1940. (Samkvæmt bráðabirgðauppgerð).

Fjárlög Reikningur

Inn :

Í sjóði frá árinu 1939

1810009.00

Tekjur samkv. rekstrarreikningi

26490000.00

20. gr. I Fyrningar

390000.00

20. gr. II. Útdregin verðbréf

62000.00

20. gr. III. Endurgreiddar fyrirframgreiðslur

15000.00

20. gr. IV. Endurgreidd lán og andvirði seldra eigna . - 145000.00 - ~ 012000.00

Seld ríkisskuldabréf

1455000.00

Tekið lán í Ameríku

21950Q0.00

Mynduð skuld í Danmörku vegna afborgana og vaxta

af dönskum lánum

288000.00

Lækkun á innstæðum í bönkum

1426000.00

Fyrirfram greitt

55400.00

5419000.00

....

34331000.00

út :

Fjárlög

Reikningur

Gjöld samkv. rekstrarreikningi

21615000.00

20. gr. I. Afb. lána ríkissjóðs og ríkisstofnana:

I. Ríkissjóðslán: .

Innlend lán

423000.00

Dönsk lán

200000.00

Ensk lán

615000.00

1238000.00

1238000.00

2. Lán ríkisstofnana:

Landssíminn

247000.00

Ríkisútvarpið

89000.00

Skipaútgerðin

179000.00

515000.00

20. gr. II. Til eignaaukn. og rekstrar ríkisstofnana:

, Landssíminn

175000.00

Ríkisprentsmiðjan

60000.00

Landssmiðjan

50000.00

Áburðarsalan

110000.00

Viðtækjaverzlunin

120000.00

Tóbakseinkasalan

300000.00

Vitamál 55000.00

55000.00

Skipaútgerðin 230000.00

230000.00

Ríkisspítalar 120000.00

120000.00

1220000.00

20. gr. III. Til nýrra vita. . . . .

65000.00

20. gr. IV. Til lögboðinna fyrirframgreiðslna ....

50000.00

3088000.00

Greidd víxilskuld við Hambro's Bank . . ... . . 2483000.00

2483000.00

Greidd skuld á hlr. 1727 ....

2244000.00

Lækkuð skuld í Handelsbanken ….

130000.00

Veitt lán til ýmissa ....

380000.00

Til jarðakaupa ....

82000.00

Til kaupa á húseignum ....

75000.00

Greiddar víxilsk. o. fl. lausaskuldir ....

840000.00

6234000.00

Sjóður í árslok 1940:

Hjá ríkisféhirði

2794000.00

Innistæða á hlr. 1727

600000.00

3394000.00

Samtals 34.331000.00

Þess er þá fyrst að geta, að í aprílmánuði var anna, þannig að Landsbankinn fengi umráð yfir

ákveði ð að taka viðskiptalán í Bandaríkjunum, 3/5 hlutum þess, en Útvegsbankinn yfir 2/5. Um

að upphæð 1 milljón dollara. Var það hagstætt þann hlutann, sem Landsbankanum var ætlaður,

lán, með 3½% vöxtum og átti að greiðast á 5 varð það hins vegar að ráði síðar, að honum

árum. Var ákveðið að skipta láninu á milli bank- skyldi varið til greiðslu á 100 þú s. sterlings-

punda víxilláni því, er ríkissjóður hafði fengið í Hambros Bank árið 1938, en krafizt var fullnaðargreiðslu á í árslok 1939 og Landsbankinu tók þá að sér. fyrir hönd ríkissjóðs, að því áskildu, að ríkissjóður greiddi skuldina eins fljótt og unnt væri í sterlingspundum, eða þá í gjaldeyri, sem auðvelt væri að skipta á fyrir sterlingspund. Af þessu ameríska láni hefur ekki enn verið tekið nema 5744~00 dollarar, og fékk Útvegsbankinn af því 2256.00 dollara, en ríkissjóður tók að sér afganginn, 348800 dollara, og var sá afgangur greiddur Landsbankanum upp í 100 þús. sterlingspunda skuldina, og er það sú upphæð, sem talin er tekna megin í sjóðsyfirlitinu, 2195 þús. krónur, eins og Landsbankinn hefur reiknað ríkissjóði andvirði dollaranna til tekna. Sterlingspundaskuldina reiknaði bankinn hins vegar 2483 þús. ísl. krónur, eins og greint er í sjóðsyfirlitinu gjalda megin. En um uppgerðina á þessum viðskiptum er ágreiningur milli bankans og ráðuneytisins, sem ekki hefur tekizt að jafna enn.

Við það, að ríkissjóður greiddi upp sterlingspundavíxillánið, losnaði innstæða í Landsbankanum, sem myndazt hafði af andvirði nokkurs hluta sterlingspundalánsins 1938, sem seldur hafði verið ýmsum aðilum til að greiða með afborganir af enskum lánum, og var sú innstæða nú greidd inn í aðalviðskiptareikning ríkissjóðs við bankann, og er það meginhluti þess innistæðufjár, eða 1376 þús. af 1426 þús., sem í sjóðsyfirlitinu er talið sem lækkun á innstæðum í bönkum, en afgangurinn, 50 þús., smærri innstæður, sem staðið höfðu á sér reikningum. Loks hafa á árinu verið seld ríkisskuldabréf fyrir 1455 þús. kr., og var það gert til að standa við gerða samninga við Landsbankann um greiðslu yfirdráttarskuldarinnar, eins og ég gerði grein fyrir hér á undan. En í júlílok, áður en áður greindar innstæður voru greiddar upp í skuldina, var hún fullar 5 milljónir króna og í ágústlok var hún enn um 3½ milljón. Í september voru svo seld ríkisskuldabréf fyrir 1200 þús. kr. og andvirðið greitt upp í skuldina. Í septemberlok var skuldin þó enn fullar 2 milljónir, og má af því sjá, hve seinfenginn var sá gróði, sem ríkissjóði áskotnaðist á árinu, eins og líka ljóst var af samanburði þeim, sem ég gerði hér á undan á innheimtum skatta- og tollatekjum ríkissjóðs fyrstu 10 mánuði áranna 1939 og 1940.

Enn er talin í sjóðsyfirlitinu tekna megin skuld, sem myndazt hefur í Danmörku vegna afborgana og vaxta af dönskum lánum, sem ekki hefur verið unnt að greiða. Tilsvarandi afborgun af þessum skuldum er svo talin gjalda megin, og hefði að sjálfsögðu eins mátt sleppa henni og telja sjálfa skuldina óbreytta, en tilfæra aðeins ógreidda vexti sem nýja skuld.

Gjalda megin er ein upphæð, sem rétt er að gera nánari grein fyrir, en það er „veitt lán til ýmissa“, 380 þús. kr. Í þessari upphæð felast allmiklar greiðslur til stjórnarskrifst. í Khöfn, til styrktar Íslendingum í Danmörku, og er mest af því fé talið lán til þeirra.

Samkvæmt gjaldahlið sjóðsyfirlitsins hafa samtals verið greiddar á árinu skuldir og afborganir af skuldum ríkissjóðs og ríkisstofnana,

sem nema .......................... 7450 þús. en tekna megin að ný lán hafa verið

mynduð, sem nema ……….3938

Mismunur, sem ætti að vera lækkun

skulda, nemur þá ……… 3512 þús

. Samanburður á skuldum ríkissjóðs og ríkisstofnana í árslok 1939 samkv. ríkisreikningi, sem nú liggur fyrir prentaður, og bráðabirgðaskýrslu ríkisbókhaldsins um skuldirnar í árslok 1940 sýnir þó að vísu nokkuð annað.

Í árslok 1939 voru skuldirnar taldar þannig:

I Föst lán ríkissjóðs:

í þúsundum

1. Innlend lán .....................

3596

2. Dönsk lán :

a. vegna ríkissjóðs ........ ………

770

b. vegna kaupa á banka-

vaxtabréfum ..........

6536

7306

3. Ensk lán ........................

34282

II. Lausar skuldir .....................

7012

III. Erl. lán vegna ríkisstofnana .......

4452

56648

Í árslok 1940 eru skuldirnar taldar þannig:

I. Föst lán ríkissjóðs í þúsundum:

1. Innlend lán .....................

4946

2. Dönsk lán :

a. vegna ríkissjóðs , . . . . . . . .

570

b. vegna kaupa á bankavbr

6304

-

6874

3. Ensk lánl) ......................

33772

4. Lán í N.-York=) .................

3739

Il. Lausar skuldir :

Danskt lán (Handelsb.) ........

505

Skuldir í Danmörku vegna af-

borgana og vaxta af lánum

ríkissjóðs . ..................

288

vegna kaupa á

og lánum

bankavaxtabréfum ............

489

Ýmsar lausaskuldir innanlands

590

1872

III. Lán vegna ríkisstofnana:

1. Landssíminn. Lán innanlands ...

626

2. Síldarverksm., ensk lán ..........

1404

3. Ríkisútvarp, ensk lán ............

713

4. Skipaútgerðin vegna Esju ........

1204

55150

Samkvæmt þessu er skuldalækkunin 56648 þús. ÷ 55150 þús., eða aðeins 1498 þús. kr., í stað þess, að sjóðsyfirlitið sýnir skuldalækkun 3512 þús. kr. — En þetta misræmi stafar af því, að í skuldaframtali ríkisreikningsins eru ekki aðeins taldar þær skuldir ríkissjóðs, sem hann sjálfur á að standa straum af, heldur einnig hluti bankanna í lánum ríkissjóðs, og af því enn fremur, að gengisbreytingar á erlendum skuldum koma ekki fram á sjóðsyfirliti og ný lán hafa verið stofnuð, sem ekki koma fram á sjóðsreikningi.

Þannig er talið með skuldum ríkissjóðs í ríkisreikningi :

1) Af þessari upphæð skulda bankarnir 7645.

2) Af þessari upphæð skuldar Útvegsbankinn 1469.

Hluti Útvegsbankans í láni í New-York,

teknu á árinu 1940 .................. 1469 þús.

Gengishækkun á enskum skuldum, sem

ekki kemur fram í sjóðsyfirliti ...... 684 -

Innlend lán, sem hvíla á húsum og

jörðum, sem ríkið hefur keypt . .. . . . 316 -

Samtals 2469 þús.

Hins vegar eru skuldalækkanir, sem ekki koma fram á sjóðsyfirliti

Greiðslur bankanna af

enskum lánum ........... 295 þús.

Gengishagnaður á 100 þús.

strl.pd. víxlinum . . . . .. . . . 90 —

Greiðslur síldarverksm. af

lánum þeirra . .. . .... . ... 70 —

455 þús.

Mismunur 2014 þús.

sem eru skuldahækkanir, sem ekki koma fram á sjóðsyfirlitinu, en ef þar við er lögð skuldalækkunin samkv. samanburði á ríkisreikningi 1939 og skuldaskýrslu 1940, 1498 þús., kemur fram sama upphæð og á sjóðsyfirlitinu.

Þá hefur og sjóðseign aukizt um 1584 þús. á árinu.

Læt ég svo útrætt um liðna tímann, en sný mér þá að fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1942. Samkvæmt frumvarpinu eru rekstrartekjur ríkissjóðs árið 1942 áætlaðar kr. 22584411, en rekstrarútgjöld kr. 21088144, og verður þá rekstrarafgangur kr. 1496267.00, en hagstæður greiðslujöfnuður á sjóðsyfirliti kr. 101220.00. Rekstrarútgjöldin eru þannig áætluð mjög svipað því, sem þau urðu síðastliðið ár, en tekjurnar 4 milljónum króna lægri en þær urðu á því ári.

Skattar og tollar eru áætlaðir kr. 18905 þús., en urðu á síðasta ári kr. 1700 þús. hærri. Tekjur af rekstri ríkisstofnana eru áætlaðar kr. 3108750, en urðu á síðasta ári kr. ú598000.00 eða því nær 2½ milljón kr. hærri.

Að svo stöddu verður ekkert um það sagt, hvernig ástandið muni verða hér á landi eða í umheiminum á árinu 1942. Ef ófriðarástandið helzt, er hætt við því, að af því leiði vaxandi erfiðleika fyrir okkur á flestum sviðum. Ef því linnir, má gera ráð fyrir, að mögnuð viðskiptakreppa komi í kjölfar þess. Og þó að ég líti svo á, að tekjuáætlun þessa fjárlagafrumvarps sé sæmilega varleg, þá er ómögulegt að fullyrða neitt um það, hversu vel hún muni standast.

Ég geri ráð fyrir því, að mörgum muni þykja tekju- og eignarskatturinn of lágt áætlaður, 3 milljónir króna, eins og nú horfir um afkomu sjávarútvegsins að minnsta kosti. En í rauninni vitum við ekkert um það að svo stöddu, hver raunin verður á um afkomu atvinnuvega okkar á þessu ári. Það eru aðeins liðnir 2 mánuðir af árinu, og enginn veit, hverju fram kann að vinda þá 10 mánuði, sem eftir eru. En svo ber þess að gæta, að til frádráttar á skattskyldum tekjum, sem skatt á að greiða af á árinu 1942, koma miklir skattar, sem lagðir verða á á yfirstandandi ári.

Vörumagnstollurinn og verðtollurinn, sem áætlaðir eru samtals 11½ millj. í þessu frv., urðu síðasta ár fullar 12½ millj. Það, að fært þykir að áætla þessa tolla svo hátt á árinu 1942, byggist á því, að það er kunnugt, að innflutningsmagn var langt fyrir neðan meðallag á síðasta ári, og tók svo að segja fyrir innflutning á ýmsum vörum, sem allháir tollar voru greiddir af. Hins vegar kynni þó svo að fara, að innflutningur yrði engu meiri árið 1942. Hugsanleg væri verðlækkun á verðtollsvörum, en þá eru líkurnar hins vegar meiri fyrir því, að innflutningur yxi og það jafnaði metin.

Tekjur af áfengis- og tóbakseinkasölunum eru áætlaðar samtals kr. 2372 þús. í frumvarpinu, en urðu fullar 4 milljónir árið 1940. Tekjurnar eru nú áætlaðar nokkru hærri en forstjórar fyrirtækjanna hafa lagt til. En hins vegar þótti ekki ná nokkurri átt að leggja hinar miklu tekjur verzlananna á síðasta ári til grundvallar fyrir áætluninni 1942. Tekjur af öðrum ríkisstofnunum eru áætlaðar svipað því, sem er í núgildandi fjárlögum, og aðallega farið eftir tillögum forstjóranna.

Um áætlun gjaldanna þarf ég ekki að vera margorður. Rekstrarútgjöldin eru yfirleitt áætluð með hliðsjón af reynslu undanfarinna ára, og er því frekar ástæða til að óttast það, að áætlunin reynist of lág en of há, þegar tillit er tekið til þess, að allt verðlag í landinu fer nú hækkandi og litlar líkur verða að teljast til þess, að um nokkra verulega lækkun verði orðið að ræða á árinu 1942. Af þessum sökum hafa gjöldin samkv. 9.–11. gr. verið hækkuð um 580 þús. kr. frá því, sem þau eru áætluð í fjárlögum yfirstandandi árs, og gjöld samkv. 14. og 15. gr. um 153 þús.

Framlög til verklegra framkvæmda hafa verið hækkuð nokkuð. T. d. eru nú ætlaðar 1792 þús. kr. til þjóðvega og vegaviðhalds, í stað 1544 þús. í fjárl. yfirstandandi árs, og nokkur hækkun til brúargerða og sýsluvega og malbikunar á vegum í kaupstöðum og verzlunarstöðum.

Nokkur hækkun er einnig á framlögum samkv. 16. gr., þar á meðal er framlagið til Búnaðarfélagsins hækkað um 70 þús. kr., til sandgræðslu 14 þús., til verkfærakaupasjóðs 35 þús., til skógræktar 10 þús. og til Fiskifélagsins 32 þús.

Rétt er að taka það fram, af því að nokkrar umræður voru um það í fyrra, að framlagið til nýbýla og samvinnubyggða og endurbyggingarstyrkir eru óbreyttir eins og í fjárlögum ársins 1941 og eins og þessi framlög hafa verið í nokkur undanfarin ár. Jarðabótastyrkurinn er áætlaður eins og í fjárlögum yfirstandandi árs, 350 þús., og eru litlar líkur til þess, að sú fjárveiting verði notuð til fulls. Jarðabótastyrkur í fjárlögum 1940, fyrir jarðabætur unnar á árinu 1939, var áætlaður 580 þús., og hefur sú upphæð verið notuð til fulls. Í fjárlögum 1941 var styrkurinn áætlaður 350 þús., en jarðabætur unnar á árinu 1940 svara ekki til meiri styrks en 300 þús., svo að fjárveitingin 1941 verður ekki notuð að fullu. Nú eru litlar líkur til þess, að eins mikið verði unnið að jarðabótum á þessu ári eins og síðasta ár, svo að því síður kemur til þess, að þörf verði fyrir þessa fjárveitingu alla árið 1942. Hins vegar skiptir það hreint engu máli, hvaða áætlunarupphæð er sett í fjárlögin, þar sem styrkurinn er lögákveðinn og ekki kemur til greiðslu á meiri styrkjum en unnið verður fyrir.

Gjöldin samkvæmt 17. gr. til almennrar styrktarstarfsemi hefur orðið að hækka allverulega. Kostnaður við berklavarnir er áætlaður 965 þús., í stað 690 þús. í ár, og styrkur til sjúklinga skv. lögum um sjúka menn og örkumla hefur verið hækkaður úr 355 þús. í 550 þús. Nemur hækkunin á þessum tveim liðum 470 þús., og stafar hún af hækkun daggjalda á sjúkrahúsum. Ef daggjöldin hefðu hins vegar ekki verið hækkuð, hefði þessi útgjaldahækkun komið fram á rekstri ríkisspítalanna og gjöld samkv. 12. gr. þá hækkað sem því svarar. Framlagið til alþýðutrygginganna hefur verið hækkað úr 545 þús. í 750 þús., eða um 205 þús., og er það afleiðing af breyttri löggjöf varðandi ellitryggingar og örorkubætur. Þá hefur loks þótt rétt að taka upp í þessa grein lögákveðið framlag til jöfnunarsjóðs sveitar- og bæjarfélaga, 700 þús. kr., sem greitt hefur verið í nokkur ár án þess að nokkuð væri áætlað fyrir því í fjárlögum. Öll nemur þessi gjaldahækkun 17. gr. þannig 1375 þús. kr.

Verðlagsuppbót á laun starfsmanna ríkisins er áætluð kr. 1200000.00.

Loks skal ég svo vekja athygli á því, að í 22. gr. er endurtekin heimildin til ríkisstjórnarinnar um að lækka ólögbundin gjöld ríkissjóðs um 35%, sem veitt er í fjárl. yfirstandandi árs. Það má, ef mönnum sýnist svo, skoða það sem vangá, að þessi heimild var látin standa í frv., og þykir ef til vill betur fara á því að fella hana niður. Hins vegar mætti einnig líta á það sem ekki allskostar óþarfa eða ástæðulausa áminningu um, að þó að árið 1940 hafi orðið hagstætt ríkissjóði og allar horfur séu taldar á því, að svo verði einnig um árið 1941, þá geti orðið allt öðru máli að gegna um árið 1942.