03.05.1941
Neðri deild: 50. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 670 í B-deild Alþingistíðinda. (1342)

102. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jón Pálmason:

Það, sem hv. þm. V.-Húnv. sagði nú, er alveg rétt að öðru leyti en því, að ólíkt er að leggja á nýjan skatt og að taka hlutaðeigandi félög undir tekjuskatt. En það bætir ekki úr þeim ósannindum þessa þm., að við hv. 5. þm. Reykv. höfum sagt, að 1. um skattfrelsi útgerðarfyrirtækjanna ættu að standa áfram, en þessu hélt hv. þm. fram áðan.