03.05.1941
Efri deild: 51. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 672 í B-deild Alþingistíðinda. (1349)

102. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Magnús Jónsson) :

N. lagði ekki mikla áherzlu á þetta atriði. Ég vildi aðeins skila þessari fyrirspurn til hæstv. ráðh., hvort ekki mætti framkvæma þetta sem hverja aðra stjórnarráðstöfun, og hef fengið jákvætt svar. Það er alveg rétt, að full þörf er á að leggja þessa löggjöf alla undir nákvæma skoðun á næsta þingi. Samkomulag það, sem nú varð um málið, var bundið við þau vandkvæða atriði ein, sem bráðust þörf var á að leysa, en mörg mikilsverð atriði eru óleyst (PZ: Þau eru mörg).