18.04.1941
Efri deild: 38. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í B-deild Alþingistíðinda. (1363)

103. mál, stríðsgróðaskattur

Brynjólfur Bjarnason:

Ég þarf ekki að tala langt mál um þá brtt., sem ég ber fram á þskj. 203. Frv. það, sem hér liggur fyrir, tel ég koma að litlu gagni, nema gerðar séu á því allmiklar breyt. Það hefur orðið mikil röskun á sviði fjármálanna í landinu, sem hefur það í för með sér, að mikil breyt. hlýtur að verða á niðurjöfnun útsvara. Ef farið yrði að leggja á þann stríðsgróðaskatt, sem gert er ráð fyrir í frv., svona af handahófi, þá er hætt við, að skatturinn kæmi mjög misjafnt niður, og engin trygging fyrir því, að stríðsgróðinn yrði í raun og veru skattlagður, nema að mjög litlu leyti. Og þar sem lagt er til, að draga megi stríðsgróðaskattinn frá skattskyldum tekjum, verður skatt

urinn sama og enginn annað árið. Ég teldi réttara, að ákveðið væri að leggja á hærri stríðsgróðaskatt í staðinn fyrir aukaútsvar og tekjuskatt.

Samkv. brtt. kemst skatturinn á þann hluta teknanna, sem eru yfir 50 þús. kr., upp í 90%, þegar komið er upp í 150 þús. kr. tekjur. Af þeim hluta teknanna, sem stríðsgróðaskattur er reiknaður, greiðist hvorki útsvar né annar tekjuskattur. Samkv. minni till. má ekki draga frá skattskyldum tekjum þessa árs, svo að skattur

inn verður raunverulega greiddur bæði árin. Það er hægt að deila um það, hvernig skipta skuli þessum skatti milli ríkis og sveitarfélaga, en þar sem hlutur bæjarfélagsins kemur í stað útsvars af þessum hluta teknanna, er varla rétt að áætla hann minni en hér er lagt til.