18.04.1941
Efri deild: 38. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 677 í B-deild Alþingistíðinda. (1366)

103. mál, stríðsgróðaskattur

Frsm. (Magnús Jónsson) :

Ég vil aðeins geta þess, að í grg. frv. áskilja einstakir nm. sér rétt til þess að bera fram brtt. og vera með brtt. — Það samkomulag, sem ég tel mig bundinn af, er, að ég geri það ekki að ágreiningi um málið sjálft, þótt mínar brtt. verði felldar. Við hv. þm. Hafnf. leggjum aðeins þessar till. fram og látum atkv. skera úr um það, hvernig fer um þær, en samkomulagið bindur mig að vera með frv., enda þótt þær nái ekki fram að ganga.