18.04.1941
Efri deild: 38. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 677 í B-deild Alþingistíðinda. (1369)

103. mál, stríðsgróðaskattur

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti! Mér finnst satt að segja, að þessu máli sé hraðað helzt til mikið, ef það á að ganga í gegnum 2. og 3. umr. sama daginn. Það er öllum vitanlegt, að það eru ákvæði í þessu máli, sem ekki eru venjulega í löggjöf, og það gefur því a. m. k. ekki betri blæ, ef svona litlum tíma er varið til að afgr. málið. Auk þess veit ég, að brtt. eru í undirbúningi, sem ekki yrði lokið fyrir kl. 9 í kvöld.