10.05.1941
Neðri deild: 56. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 691 í B-deild Alþingistíðinda. (1476)

80. mál, búreikningaskrifstofa ríkissins

Frsm. (Jón Pálmason):

Þessu frv., sem upphaflega kom fram í Nd., hefur nú verið breytt talsvert í Ed. á þá lund, að dregið er úr því, að búreikningaskrifstofa ríkisins fái tækifæri til að framkvæma nauðsynlegt eftirlit með ríkisbúum og skólabúum. Samkv. frv., eins og það kemur nú frá Ed., verða skrifstofunni nú aðeins sendir reikningar þeirra, og getur hún því aðeins gert athugasemdir eftir á.

Ég tel mjög óheppilegt, að hv. Ed. skyldi ekki sjá sér fært að fylgja bendingum og vilja landbn. þessarar hv. deildar.

Brtt. hef ég ekki flutt út af þessu, en vil aðeins taka þetta fram, svo hv. dm. geti áttað sig á því, sem hér er um að ræða.