30.04.1941
Neðri deild: 48. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 693 í B-deild Alþingistíðinda. (1488)

99. mál, sjómannalög

Frsm. (Finnur Jónsson) :

Viðvíkjandi athugasemd hv. þm. V:-Húnv. út af kaupi stýrimanna og vélstjóra, þá get ég gefið þær upplýsingar, a. m. k. hvað hlutaskiptum viðkemur, að þá telst, að hásetar haldi hlut í eina viku eftir ráðningarslit, og yfirmenn, sem ráðnir eru upp á hlut, á sama hátt þann tíma, sem ákveðinn er í sjómannal. Þetta hefur verið staðfest og er framkvæmt eftir því, sem ég bezt veit. Því næst er athugasemd hans um misræmið milli stýrimanna og vélstjóra annars vegar og loftskeytamanna hins vegar, og er hún ekki á rökum byggð, því hlutur hefur einnig verið reiknaður sem kaup.

Um hitt atriðið, sem hv. þm. V.-Húnv. drap á, viðvíkjandi ber klaskoðun, þá mun hv. þm. N.-Þ. hafa haft það mál til athugunar í n., og hafði á orði að gera brtt. um það atriði, en ég held, að hann sé nú horfinn frá því. Annars mun hv. þm. skýra frá þessu sjálfur.

Þetta frv. er í rauninni ekki annað en staðfesting á samningi, sem gerður var milli loftskeytamanna og útgerðarmanna, en sem veitir þessum mönnum sömu réttindi og öðrum yfirmönnum, og mér finnst sanngjarnt, að þessir menn fái staðfestingu á þessu í l.