17.02.1941
Neðri deild: 1. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í B-deild Alþingistíðinda. (15)

Kosning forseta og skrifara

Forseti (JörB) :

Ég skal athuga það. (Leitar í seðlahrúgunni). Hér kemur til dæmis einn seðill. Á honum stendur G. Sveinsson. Ekki vænti ég, að það sé seðill hv. þm.? (ÍslH: Nei). Hér er annar seðill, og á honum mun standa nafnið Eiríkur Einarsson. Ég bið afsökunar á því, að ég mun ekki hafa gætt hér að eins vel og skyldi, en af því að hv. þm. hefur kvartað, vil ég spyrja hann, hvort hann muni ekki eiga annan hvorn þessara seðla. (ÍslH: Ég hirði ekki um að svara því). Þá get ég látið mér þetta í léttu rúmi liggja. Vil ég biðja skrifara að leiðrétta atkvgr. Gísli Sveinsson hefur fengið 16 atkv., Eiríkur Einarsson 1 atkv., og 11 seðlar voru auðir.