29.04.1941
Neðri deild: 47. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 695 í B-deild Alþingistíðinda. (1508)

112. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Jón Ívarsson:

Þetta mál er komið til 3. umr. og ætti því að afgreiðast út úr d. í dag. Eins og frv. ber með sér, er það flutt af meiri hl. sjútvn., en það hefur ekki fengið þá meðferð í sjútvn., sem ég hefði talið æskilega. Ég vildi þess vegna mælast til þess, að n. fengi frv. aftur til meðferðar. Það mun að vísu hafa verið minnzt á mál þetta á einum fundi í n., en æskilegt væri, að það hefði fengið þar nokkuð meiri athugun, þar sem farið er fram á allhátt fjárframlag úr ríkissjóði í frv. til ákveðins félags. Slík athugun ætti ekki að tefja verulega fyrir framgangi þess.