03.05.1941
Neðri deild: 50. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 714 í B-deild Alþingistíðinda. (1569)

106. mál, iðnlánasjóður

Ísleifur Högnason:

Það er ekki ný bóla, þó að Alþfl. víki frá sínum stefnumálum. Það er nú farið að ganga svo langt, að Alþfl. finnst það ekki nægja að hafa verndartollana, heldur á nú að fara að bæta nýjum neyzluskatti við allt, sem fyrir er af slíku tagi.

Ég er andvígur þeim frv., sem komið hafa fram um þetta efni. Ég álít, að mörg af íslenzku iðnfyrirtækjunum séu aðeins gróðafyrirtæki á kostnað neytendanna í landinu. Hefði það ekki verið nær fyrir hv. flm., ef hann þá vill vera trúr stefnu flokks sins, að leggja til, að skattur verði lagður á framleiðendurna sjálfa, nema því aðeins, að flm. hafi sérstakan áhuga fyrir að koma á fót slíkum fyrirtækjum, sem mest eru til þess að gefa mönnum tækifæri til að auðga sjálfa sig? Slík fyrirtæki, sem okra á framleiðsluvöru sinni vegna þess að innflutningur er bannaður, eru hér á landi í tugatali. hað er hin mesta óhæfa að fara nú að búa til nýjan neyzluskatt á neytendurna og lofa þessum gróðamönnum að okra á almenningi. Ég mun greiða atkv. gegn þessum frv.