29.04.1941
Sameinað þing: 10. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 93 í B-deild Alþingistíðinda. (159)

1. mál, fjárlög

Forseti (HG) :

Það hefur þegar verið ákveðið af réttum aðilum, að útvarpsumr. fari ekki fram við þessa umr. fjárl. Það er 51. gr., sem segir alveg tæmandi til um það, hverju skylt sé að útvarpa. Það er þingsetning og þinglausnir, framsöguræða fjmrh. um frv. til fjárl. og, ef óskað er, hálfrar stundar ræður af hálfu annarra þingflokka ásamt svarræðu fjmrh. Síðan segir 55. gr., sbr. 56. gr., til um það, að þingflokkar einir hafi rétt til að óska útvarpsumræðna, og eru formenn flokkanna réttir aðilar fyrir þeirra hönd, en engir aðrir. — Er þá umr. um þetta atriði lokið.