10.05.1941
Efri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 723 í B-deild Alþingistíðinda. (1652)

124. mál, hafnarlög á Ísafirði

Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Þetta frv. er um

sama efni og þau tvö frv., sem hafa verið hér á dagskrá og afgr. næst á undan þessu máli, sem sé um breyt. á hafnarl. fyrir Ísafjarðarkaupstað. Þó er efni þessarar breyt. nokkuð annað heldur en í hinum frv. Í hinum frv. er farið fram á að hækka þær tölur, sem í l. eru nú, í hlutfalli við það, sem kostnaður við byggingar hafnarmannvirkja hefur aukizt. En í þessu frv. er farið fram á það að breyta þeim hlutföllum, sem standa í hafnarl. Ísafjarðarkaupstaðar, til samræmis við það, sem nú orðið gildir í öðrum hafnarl. hér á landi. Það hefur, sem sé verið þannig í hafnarl. fyrir Ísafjarðarkaupstað, að ríkissjóðsframlagið hefur ekki verið nema 14 hluti. Stafar þetta af því, að l. eru það gömul, að þegar þau voru sett, þá var sú fasta venja höfð á hæstv. Alþ. að ákveða ekki hærri hluta úr ríkissjóði heldur en 1/4 af kostnaði af mannvirkjunum. Nú var þessari. stefnu breytt, að mig minnir 1928, og tekin upp allt önnur hlutföll, þannig að ég hygg, að 2/5 hlutar séu nú greiddir úr ríkissjóði og 3/5 úr viðkomandi hafnarsjóði til byggingar slíkra mannvirkja. Nú er með þessu frv. farið fram á að færa þetta til samræmis þannig lagað, að ríkissjóður greiði 2/5 hluta kostnaðar til hafnargerðarinnar á Ísafirði.

Þetta frv. var borið fram. í hv. Nd. og gekk, í gegnum þá hv. d. andstöðulaust með öllu. Og eftir að sjútvn. hefur athugað málið, leggur hún einróma til, að frv. verði einnig í þessari hv. d. samþ. eins og það liggur fyrir. Það virðist ekki vera annað en sanngirniskrafa, að þessi kaupstaður njóti sömu hlunninda um framlag úr ríkissjóði til hafnargerðar eins og aðrir staðir á landinu, þar sem um hafnarmannvirki er að ræða.