05.05.1941
Sameinað þing: 12. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 103 í B-deild Alþingistíðinda. (166)

1. mál, fjárlög

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti! Eins og menn heyrðu skýrt frá hér við frh. 1. umr., undirrituðum við 3 fjvn.menn álit n. með fyrirvara að því er snertir till. n. um umframgreiðslur á fjárhagsári því, er nú er að líða. Tveir af nm. þeim, sem þennan fyrirvara höfðu, gerðu grein fyrir honum við frh. 1. umr. Ég leit svo á, að þetta ætti heldur að gera við 2. umr., og lét ég því bíða að gera grein fyrir minni afstöðu. Nú vil ég þó ekki rifja upp þær umr., sem þá fóru fram, og tek ég því það ráð að lesa upp stutt bréf, er ég skrifaði hæstv. fjmrh. sem grg. fyrir mínum ágreiningi í n., en ríkisstj. hafði verið boðið á fund n. til að hlusta á þessar till. Meiri hl. stj. kom á fund hjá n. hinn 4. apríl. — Þetta stutta bréf ætla ég að láta nægja sem grg. af minni hálfu, en það er á þessa leið, með leyfi hæstv. forseta:

„Reykjavík, 17. apríl 1941. Fjárveitinganefnd hefur með bréfi, dags. 4. þ. m., sent yður tillögur meiri hluta nefndarinnar um það, að varið verði kr. 1666000 af tekjuafgangi áranna 1940 og 1941 til verklegra framkvæmda o. fl. fram yfir það, sem í fjárlögum er heimilað. Framkvæmdir þessar eru taldar í bréfinu.

Þrír nefndarmanna, Sigurður Kristjánsson, Sigurður E. Hlíðar og Þorsteinn Þorsteinsson, gerðu í nefndinni aðrar tillögur um það, hvernig væntanlegum tekjuafgangi þessara ára verði varið. Gerði ég grein fyrir vilja mínum í þessu efni á fundi nefndarinnar 4. þ. m., þar sem mættur var meiri hluti hæstv. ríkisstjórnar. Leyfi ég mér að endurtaka hér aðalatriði þeirrar greinargerðar.

Ég tel of snemmt að ráðstafa tekjuafgangi ársins 1941, meðan ósýnt er, að hann verði nokkur. Ég tel hættulegt, að ríkið keppi að óþörfu við framleiðendur í landinu um vinnuaflið, þegar verkafólksekla er alls staðar í landinu. Ég tel enn fremur sterkar líkur fyrir því, sökum styrjaldarástandsins, sem ríkir, að til stórfelldra útgjalda geti komið, án þess hægt hafi verið að ætla fé til þeirra í fjárlögum. Loks má telja ríka nauðsyn á því, að grynnt verði sem mest á skuldum ríkisins.

Tillögur mínar eru því þær, að ef tekjuafgangur verður, svo verulegu nemi, á árinu 1941, þá verði honum fyrst og fremst varið til þess að greiða af skuldum ríkissjóðs, og þar næst til sjóðsöfnunar.

Ef ríkisstjórnin hins vegar tekur það ráð að auka framkvæmdir fram yfir það, sem í fjárlögum segir, er ég yfirleitt samþykkur því, að fyrir valinu verði þær framkvæmdir, sem í bréfi fjárveitinganefndar eru greindar.

Virðingarfyllst Sigurður Kristjánsson.“

Ég mun nú auk þessa nota þetta tækifæri til þess að mæla með V. brtt. á þskj. 366, frá mér og hv. þm. S.- Þ., þó að hún þurfi raunar ekki mikilla skýringa við. Till. er um byggingarstyrk til Djúpbátsins í Norður-Ísafjarðarsýslu. Fyrir þinginu liggur nú frv. um styrk til Djúpbáts. Við umr. um þetta frv. í Nd. virtist koma fram eindreginn vilji í þá átt, að framlaginu til Djúpbátsins yrði breytt þannig að formi, að það yrði ekki hlutafjárframlag, heldur byggingarstyrkur. Gert var ráð fyrir 100 þús. kr. hlutafé og 50 þús. kr. lánsábyrgð. Má gera ráð. fyrir, að þetta sé í rauninni 150 þús. kr. framlag, því að ekki er hægt að búast víð, að slíkt fyrirtæki sem þetta beri sig. Nú hefur orðið gott samkomulag í fjvn. um það, að þessi breyting verði gerð á formi frv., en n. þótti betur fara á því, að till. um breytinguna kæmi fram frá einstökum þm. sem brtt. við fjárlfrv., og mundi þá n. styðja brtt.

Í till. okkar er gert ráð fyrir, að framlagið sé grett í tvennu lagi. Þá er gert ráð fyrir því, að stj. fyrirtækisins sé að meiri hl. kosin af sýslun. Norður-Ísafjarðarsýslu og bæjarstj. Ísafjarðarkaupstaðar, ef kaupstaðurinn leggur fram fé til bátssmíðarinnar; en annars af sýslun. einni saman. Það hefur verið regla, að sýslun. kysi meiri hl. stj., svo að þetta er í rauninni engin breyting.

Þar sem hv. fjvn. er á einu máli um þetta, vænti ég þess, að það mæti engri mótspyrnu í hv. Alþ.