21.04.1941
Neðri deild: 41. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í B-deild Alþingistíðinda. (1681)

108. mál, bæjarstjórn á Akranesi

Flm. (Pétur Ottesen) :

Að því er fyrirspurn hv. þm. N.-Þ. snertir, þá get ég skírskotað til þess, sem í grg. stendur um þetta atriði. Þar er rétt frá skýrt.

En um orsökina til þess, að þátttakan var ekki meiri en þetta, veit ég ekki, en get mér þess til, að íbúar kauptúnsins hafi litið svo á, að allar aðstæður væru þannig, að það væri augljóst sanngirnismál, sem hér væri farið fram á, og Alþingi mundi verða við ósk um þetta efni. Ég geri því ráð fyrir, að sá almenni vilji kauptúnsbúa hafi komið fram hjá þeim, sem atkvæði greiddu með því að fá bæjarréttindin. — Ég get ekki gert nánari grein fyrir þessu.