06.05.1941
Neðri deild: 52. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 735 í B-deild Alþingistíðinda. (1723)

123. mál, læknisvitjanasjóður

Frsm. (Vilmundur Jónason) :

Allshn. hefur athugað þetta frv., og eins og nál. ber með sér, mælir hún með því, að það verði samþ. óbreytt.

Varðandi kostnaðinn, sem gera má ráð fyrir, að frv. þetta hefði í för með sér, ef að 1. yrði, vil ég geta þess, að samkv. 1. gr. má framlag ríkissjóðs á hvern héraðsbúa ekki fara fram úr 1 kr. Hér getur verið um nálega 30 þús. manns að ræða, þannig að þó að öll héruð kæmu sér upp læknisvitjanasjóðum, færi upphæðin ekki fram úr 34 þús. kr., þó að engin önnur takmörk væru sett. En nú má ekki samkv. 1. gr. veita meira en 1000 kr. til hvers læknisvitjanasjóðs, og í öðru lagi er það svo, að að sama skapi sem þessi heimild yrði notuð, mundu lækka greiðslur til læknisvitjana í fjárlögum, en þær

nema nú um 13 þús. kr. Þá mun það ekki heldur koma til greina, að öll héruð stofni slíka sjóði, því að þriðjungsframlag á að koma frá viðkomandi byggðarlagi, og þar sem ekki er erfitt um læknisvitjanir, mundi ekki þykja ástæða til slíks kostnaðar.

Það er ekki ætlun okkar flm., að þessir sjóðir komi alls staðar í stað læknisvitjanastyrkja, heldur fái héruðin að velja um, hvort þau vilja heldur styrk eða framlag samkv. 1. þessum.

Ég vænti, að frv. fái góðar viðtökur í hv. d.