17.03.1941
Neðri deild: 18. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 744 í B-deild Alþingistíðinda. (1745)

25. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Frsm. (Gísli Guðmundsson) :

Ég þarf ekki að hafa mörg orð um þetta mál. Hv. sjútvn. hefur orðið sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. með breytingu þeirri, sem upp á er stungið á þskj. 72. Tveir af nm., hv. þm. Ísaf. og hv. 5. þm. Reykv., hafa áskilið sér rétt til að koma fram með brtt., sem munu þó fjalla um önnur atriði 1. en þetta frv. Ég sé, að hv. 5. þm. Reykv. hefur þegar lagt fram sínar brtt., en ekki veit ég, hvort hv. þm. Ísaf. ætlar sér að koma fram með brtt. En ég vil skjóta því til hv. 5. þm. Reykv., hvort hann geti ekki fallizt á að geyma sínar brtt. til 3. umr., þar sem um þær geta orðið talsverðar umr.