02.05.1941
Neðri deild: 49. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 758 í B-deild Alþingistíðinda. (1789)

127. mál, Vatnsleysa í Viðvíkursveit

Flm. (Steingrímur Steinþórsson) :

Þetta litla frv., sem við þm. Skagf. flytjum, er á þskj. 286. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð, enda fylgir því ýtarleg grg., þar sem skýrt er frá ástæðunum fyrir frv. Það er flutt vegna eindreginna áskorana úr Viðvíkursókn og Hofsstaðasókn um, að prestssetrið verði flutt frá Viðvík að Vatnsleysu, og er þess óskað jafnframt, að ríkið kaupi Vatnsleysu og geri að prestssetri. Frv. fylgja ákveðin meðmæli biskups. Ég leyfi mér því að vísa til grg. frv. og legg til, að málinu verði vísað til 2. umr. og allshn.