05.03.1941
Neðri deild: 12. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 541 í B-deild Alþingistíðinda. (1810)

23. mál, varnir gegn því að næmir sjúkdómar berist til Íslands

Frsm. (Vilmundur Jónsson):

Eins og nál. á þskj. 44 ber með sér, hefur allshn. athugað frv. og leggur til, að það verði samþ. óbreytt.

Um þetta mál er það að segja, að það hefði farið betur á því að fella ákvæði þessi inn í sóttvarnarlögin, en sakir þess að víða í reglugerðum o. fl. er vísað til gr. í 1. þessum, þá leit allshn. svo á, að slíkt gæti orðið til þess að valda ruglingi og vildi því ekki hverfa að því ráði.