06.05.1941
Efri deild: 53. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 767 í B-deild Alþingistíðinda. (1874)

126. mál, veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Allshn. mælir með frv. með þeirri brtt., sem er á þskj. 359, þar sem lagt er til að bæta inn orðunum : „er fari fram á sjómannadaginn“ — á eftir ákvæðinu um veðmálastarfsemi við kappróður sjómannadagsráðsins. Þessa brtt. virðist hæstv. forsrh. ekki hafa haft fyrir framan sig, er hann tók nú til máls, því að hún tekur af tvímælin um að festa þann skilning í frv., sem hann vildi láta festa. — Ég gerði nokkra grein fyrir því við 1. umr., hvað í frv. felst. Ég held þetta þurfi engum árekstrum að valda við íþróttalögin. Ég gat þess, að rætt hefði verið við stjórn hestamannafélagsins Fáks, og taldi hún, að um enga árekstra við starfsemi félagsins gæti verið að ræða. Ég vona, að hættulaust sé að samþ. frv. með brtt.