24.02.1941
Neðri deild: 6. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1251 í B-deild Alþingistíðinda. (19)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Einar Olgeirsson:

Herra forseti!Ég hef fyrir framan mig eitt stuðningsblað hæstv. ríkisstj. Það er Skutull frá 8. febr. Þar er smágrein, þár sem sagt er frá, að hv. þm. Ísaf. hafi ætlað að halda þingmálafund, sem ekki hafi orðið af. Í lok þessarar greinar stendur, með leyfi hæstv. forseta: „Af einhverjum leyndum ástæðum hefur ríkisstjórnin ákveðið, að þing skuli kallað saman í skyndi.“

Ég vil beina því til hæstv. forseta og ríkisstj., hvort eitthvað sé hæft í því, sem þetta blað hæstv. stj. segir, að stj. hafi af einhverjum leyndum ástæðum ákveðið að kalla saman þing í skyndi og að það hafi átt að koma saman fyrir þann 15. febr. Það er æskilegt að fá þetta upplýst.