19.05.1941
Neðri deild: 62. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 792 í B-deild Alþingistíðinda. (1944)

95. mál, lax og silungsveiði

Pálmi Hannesson:

Hv. þdm. kann að virðast, að næsta mikil breyt. hafi orðið á þessu frv. frá því það var sent úr þessari hv. d., en tildrögin eru í stuttu máli þessi. Við hv. fyrri þm. Árn. komum okkur saman um að flytja 2 breyt. um þann kafla, sem fjallar um veiðifélög. Þegar málið var komið fyrir þessa hv. d., kom hæstv. forsrh. að máli við mig og óskaði þess, að ég tæki 1. til athugunar og gerði þær breyt. á l. í heild, sem mér virtust æskilegar. Þetta gerði ég svo og bar breyt. undir hv. meðflm. minn og hæstv. ráðh. Síðan lagði ég þær fyrir hv. landbn., en þá var hv. þm. Mýr. veikur, og dvaldist því fyrir n. að taka þessar till. til meðferðar. Þess vegna þótti hæstv. forseta rétt að láta málið fara úr þessari hv. d. Síðan bar hæstv. ráðh. till. fram fyrir landbn. Ed., og þar voru þær samþykktar. Eftir að málið kemur frá hv. Ed., sé ég, að tveir hv. þm. þessarar hv. d. bera fram brtt. um einn lið till., og í því sambandi þykir mér rétt að reifa örlítið þetta mál.

Frv. til laga um lax- og silungsveiði var samið á árunum 1930 og 1931, og þá var meðal annars talað um, að banna ætti sjávarveiði með öllu. Málið var rannsakað, og kom þá í ljós, að sjávarveiði hefur verið stunduð á örfáum stöðum í landinu. N., sem undirbjó lögin, kom því saman um, að ekki væri ástæða til að taka af þessa veiði, en miða hana við jarðamat frá 1922. þegar svo lögin voru samþ., þá hafði nýtt jarðamat verið gert, og þá voru allmargir veiðieigendur í sjó, sem af einhverjum ástæðum höfðu ekki talið slíka veiði fram áður. Að þetta skyldi tekið inn og samþ. á Alþingi, en ekki miðað við sama jarðamat, sem undirbúningsn. hafði gert, það gerbreytti jarðamatinu frá 1932. Ef undirbúningsn. hefði haft grun um þetta, þá mundi hún aldrei hafa farið þessa leið. Nú segir í 13. gr. 1. mgr. þessara laga, með leyfi hæstv. forseta: „Eigi má veiða lax í sjó“. Það er sú almenna regla. Svo föst og ákveðin eru fyrirmæli. laganna um, að enginn megi veiða lax í sjó. Í 3. málsgrein kemur svo þessi linkind fram: „Nú hefur laxveiði í sjó annaðhvort verið metin sérstaklega til dýrleika í fasteignamati því, er öðlaðist gildi á árinu 1932, eða tillit hefur verið tekið til hennar við ákvörðun fasteignaverðs í því mati, og skal þá sú veiði leyfileg framvegis“. Ég bið hv. þdm. að taka eftir „sú veiði“. Í næstu grein á eftir segir svo: „Veiða má silung í sjó á færi og á stöng, í ádráttarnet og í lagnet, þó eigi í króknet, fleygnætur, herpinætur né önnur net, þau er lax má í veiða“. Þarna kemur aftur fram, skýrt og ákveðið, að ekki sé heimilt að nota nein veiðitæki í sjó, sem lax megi veiða í. Síðan l. tóku gildi, hefur risið upp ágreiningur á milli manna; sem töldu fram samkv. jarðamatinu frá 1932, um það, hvernig eigi að skilja orðin „sú veiði“. Þessir menn hafa talið sér heimilt að nota til þessarar veiði fleygnætur og önnur veiðitæki, sem bönnuð eru til silungsveiði. Þetta hefur orðið úrskurðaratriði dómstólanna, sem alltaf hefur fallið þannig, að þessi nótaveiði hefur verið bönnuð. Ýmsir veiðieigendur, sem áður hafa lagt í kostnað við að fá sér þessi veiðitæki, hafa svo setið eftir með þessar nætur, þegar bannið var komið. Þess vegna hefur ekki aðeins þótt eðlilegt, heldur sjálfsagt, að setja ákvæði um það, að ráðh. geti sett fyrirmæli um, hvernig veiða megi lax eftir þessari lagagrein. Ég vil segja kannske fyrst og fremst til þess að tryggja hagsmuni þessara manna, svo að þeir leggi ekki út í að kaupa dýr veiðitæki, sem af þeim verða tekin samkvæmt 1. Með skilgreiningu á orðunum „sú veiði“ hafa dómstólarnir litið svo á, að með þessu sé átt við sams konar veiðitæki og aðrir nota, en ekki hvers konar veiðitæki. Nú er það kunnugt, að á þessum stöðum voru notaðar tiltölulega einfaldar nætur, og ég býst við, að ráðh. telji sig bundinn við þessi orð, „sú veiði“, og geti ekki tekið aftur þá veiði, sem áður var leyfð. En það er heldur ekki nein skynsemi í að leyfa aðra veiði, og eins og ég hef bent á, hafa dómstólarnir ekki talið heimilt að taka upp veiðitæki eins og fleygnót.

Ég hygg, að brtt. hv. þm. Mýr. og hv. þm, Borgf. stafi að verulegu leyti, ef ekki öllu leyti, af misskilningi. Eins og kom fram í ræðu hv. þm. Mýr., þá álítur hann, að verið sé að herða að sjávarveiðinni, en það er alls ekki svo. Þeir eiga þau réttindi, sem falla undir orðin „sú veiði“. Þeir mega halda þeirri veiði, sem þeir upphaflega höfðu. En það er engin sanngirni í, að þeim sé leyfð veiði með veiðitækjum, sem hönnuð eru við silungsveiði.

Ég vildi þess vegna benda hv. þd. á þetta, og fyrst og fremst hv. flm., í því trausti, að þeir við nánari athugun sjái, að þeir hafi ekki athugað ákvæði l. nógu vandlega og taki þessa brtt. aftur. Ef þeir við athugun málsins geta ekki sætt sig við það, þá ber ég vitanlega það traust til hv. þd., að hún felli þessa brtt.