19.05.1941
Neðri deild: 62. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í B-deild Alþingistíðinda. (1945)

95. mál, lax og silungsveiði

Bjarni Ásgeirsson:

Ég get nú ekki tekið brtt. aftur, því annar flm. hennar er fjarverandi. En ég vil þó leyfa mér, áður en atkvgr. hefst um till., að beina þeirri fyrirspurn til hv. 1. þm. Skagf., hvort hann telji öruggt, þó að þessi till. verði samþ., að þeir menn, sem samkv. 1. hafa leyfi til að veiða í sjó, fái leyfi til að nota sömu veiðiaðferð og þeir áður höfðu og ekki sé hægt að ákveða með reglugerð, að þeir megi t. d. ekki nota aðra veiðiaðferð en stangarveiði. En 2. gr. eða sú breyt., sem í henni felst, er svo víðtæk og almennt orðuð, að það er ekki hægt að fortaka það nema með skýringum þeirra manna, sem bera hana fram, að ekki sé hægt að nota hana einmitt eins og ég hef lýst. Ég verð að játa, að með þeirri skýringu, sem hv. 1. þm. Skagf. hefur gefið á þessari grein, þá er hún ekki eins ískyggileg og áður, að þeirri skýringu ófenginni.