06.05.1941
Neðri deild: 52. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í B-deild Alþingistíðinda. (1958)

119. mál, verðlagsuppbót til héraðsgagnfræða og húsmæðraskóla

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Ég skal taka fram, að ég tel sjálfsagt í framkvæmdinni, ef frv. verður samþ., að greiða verðlagsuppbót til hliðstæðra stofnana og frv. getur um. En eftir er að athuga, hvort greiðsla uppbótarinnar sé jafntrygg í hlutaðeigandi sveitarfélögum, sem eiga að taka sinn þátt í henni. Þess vegna væri ef til vill nauðsynlegt að lögbinda þetta atriði. Væri æskilegt, að fjhn. vildi athuga þetta.