19.05.1941
Efri deild: 63. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 797 í B-deild Alþingistíðinda. (1974)

119. mál, verðlagsuppbót til héraðsgagnfræða og húsmæðraskóla

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Herra forseti! Þetta mál er flutt af 2 þm. í Nd. og naut stuðnings allra þriggja aðalflokkanna þar.

Fjhn. þessarar d. hefur athugað frv., eins og sjá má af nál. á þskj. 535, og fallizt á að mæla með frv. óbreyttu.

Frv., eins og það er nú, er á þskj. 474 og fer fram á, að greidd verði verðlagsuppbót á styrki, sem ríkið greiðir til héraðs- og gagnfræðaskóla samkv. l. og nánari tilvitnun í viðeigandi gr.

2. gr. frv. gerir ráð fyrir, að bæjarsjóðir greiði uppbót á sama hátt og ríki og eftir sömu reglum og gilda um greiðslu verðlagsuppbótar á laun til starfsmanna ríkisins. M. ö. o. er farið fram á, að skólarnir fái greiddan sama hundraðshluta af vaxandi dýrtíð á þá styrki sem bæir og ríki greiða. Nú er búið að ákveða, að allir starfsmenn skólanna fái uppbót sem dýrtíðaraukningunni nemur. Vitað er, að allur annar kostnaður skólanna vex í hlutfalli við aukningu dýrtíðarinnar.

Fjhn. hefur fallizt á nauðsyn þessa frv. og mælir með því, að það verði samþ. óbreytt.