23.05.1941
Neðri deild: 65. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 821 í B-deild Alþingistíðinda. (2010)

77. mál, fiskveiðasjóður Íslands

Finnur Jónsson:

Ég tek undir það með hv. 5. þm. Reykv., að það er ákaflega leitt, að hv. Ed. skuli hafa breytt þessu frv., sem hér liggur fyrir, í þá átt, sem raun er á orðin, — þessari tekjuöflun sjóðsins, sem er færð niður um helming. En þar sem þetta mun vera orðið samkomulag, tjáir víst ekki að deila við dómarann um þetta: En ég held, að það verði erfitt fyrir hv. þm. A.-Sk. að sannfæra okkur um það, að einn fjórði hluti þess útflutningsgjalds, sem ríkissjóður tekur árlega af sjávarafurðum og ákveðið er í frv. að skuli ganga til fiskveiðasjóðs, sé ekki meira heldur en 1/8%, sem hann og hans flokksmaður í sjútvn. vildi láta hækka gjaldið til sjóðsins um.