07.05.1941
Neðri deild: 53. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 826 í B-deild Alþingistíðinda. (2021)

131. mál, þegnskylduvinna

Ísleifur Högnason:

Ég hef í rauninni lítið um þetta að segja til viðbótar, en ég mun þó ræða eitt atriði í sambandi við þetta mál. — Það er misréttið, sem kemur fram í 2. gr. frv. og ég vil leyfa mér að lesa upp með leyfi forseta. — Hún er svo hljóðandi: „Í kaupstöðum ákveður bæjarstjórn um þegnskylduvinnu. — Í hreppsfélögum skal ákvörðun tekin um þegnskylduvinnu á almennum hreppsfundi: — Þannig hljóðar upphaf 2. gr. Þetta nær engri átt, að hafa annað lýðræði fyrir sveitirnar en kaupstaðina, með því að í kaupstöðum skuli aðeins bæjarstjórnin, sem venjulega er skipuð 9 mönnum, ákveða um, hvort á skuli komið þegnskylduvinnu, en í sveitum skal kalla saman alla hreppsbúa, þá sem kosningarrétt eiga, til að taka ákvörðun um þetta. Í þessu felst hið mesta ósamræmi, og mér finnst blátt áfram hlægilegt að bera slíkt fram og ætlazt til, að þingið samþykki.